William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Flora Tallinn
1
2
Víkingur R.
0-1 Aron Elís Þrándarson '6
0-2 Nikolaj Hansen (f) '36
Markus Soomets '53 1-2
15.08.2024  -  16:00
A. Le Coq Arena
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: 24 gráður og hálfskýjað
Dómari: Michal Ocenas (Slóvakía)
Áhorfendur: 3.028
Maður leiksins: Valdimar Þór Ingimundarson - Víkingur
Byrjunarlið:
33. Evert Grünvald (m)
3. Andreas Vaher
5. Vladislav Kreida ('63)
6. Robert Veering ('46)
8. Danil Kuraksin ('69)
14. Konstantin Vassiljev
16. Erko Tõugjas
20. Sergei Zenjov
22. Mark Anders Lepik
26. Kristo Hussar
28. Markus Soomets

Varamenn:
1. Silver Rebane (m)
77. Kristen Lapa (m)
4. Marco Lukka ('46)
7. Tony Varjund
9. Rauno Alliku ('69)
11. Rauno Sappinen ('63)
13. Nikita Mihhailov
23. Mihhail Kolobov
24. Oscar Pihela
29. Sander Alamaa
71. Gregor Rõivassepp
93. Sten Prunn

Liðsstjórn:
Taavi Viik (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur kláraði verkefnið!!! Það hafðist, maður hefði viljað sjá Víking taka þetta einvígi á meira sannfærandi hátt en það er kannski frekja. Mestu máli skiptir að koma sér áfram og Víkingur kláraði verkefnið.

Riðlakeppni er handan við hornið!
94. mín
FLAUTAÐU AF! Uppgefinn uppbótartími er liðinn.
92. mín
Þung sókn Flóru endar með fallhlífarbolta inn á teiginn sem Ingvar nær að grípa Karl Friðleifur liggur eftir.

Stuðningsmenn Flóru að kasta allskonar drasli inná völlinn.
92. mín
Dauðafæri á riðlakeppni Víkingur á barmi þess að komast í umspilseinvígi gegn Santa Coloma sem tapaði 7-0 gegn RFS frá Lettlandi í gær.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti þrjár mínútur
90. mín
Kristinn Kjærnested: "Helgi er í vandræðum sem vinstri bakvörður. Af hverju kom Sveinn Gísli ekki inná? Með fullri virðingu fyrir Helga."
88. mín
Viktor Örlygur með máttlaust skot af löngu færi sem Grünvald ver auðveldlega.
86. mín
Stórhætta við mark Víkings Helgi Guðjóns er að spila sem vinstri vængbakvörður og það sést vel að hann er ekki vanur að spila í þessari stöðu. Er í brasi og mikil hætta í teig Víkings en sem betur fer næst að koma boltanum í burtu.
85. mín
Það eru nokkrir Víkingar mættir í EuroVikes stuðið í Tallinn og það heyrist ágætlega í þeim í útsendingunni.
82. mín
Flóra hefur ekki náð að skapa sér almennilegt færi í nokkurn tíma.
80. mín
Fyrirgjöf frá heimamönnum, Sappinen með lausan skalla og Ingvar ekki í neinum vandræðum með að hirða boltann.
77. mín
Áhorfendavaktin: 3.028 Mættir á púbbvöllinn A. Le Coq Arena.
76. mín
Gunnar Vatnhamrar boltann vel yfir markið. Ætlaði að rífa netið.
74. mín
Víkingar komnir í þriggja miðvarða kerfi með innkomu Jóns Guðna.
72. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
72. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
72. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
69. mín
Inn:Rauno Alliku (Flora Tallinn) Út:Danil Kuraksin (Flora Tallinn)
Flóra fær inn ferska fætur og skemmtilega hárgreiðslu með innkomu Rauno Alliku.
69. mín
Heimamenn fá hornspyrnu. Mikil spenna í lofti. Minnum á að fyrri leikurinn endaði með jafntefli. Ef Flóra nær að jafna þennan leik verður framlengt.

Kristo Hussar með þrumuskot en talsvert frá því að hitta markið.
66. mín
Sergei Zenjov með lélegt skot langt framhjá. Biður liðsfélaga sína afsökunar á því hvað þetta var dapurt.
65. mín
Ari Sigurpáls með skottilraun fyrir utan teig, boltinn fer yfir markið.
63. mín
Inn:Rauno Sappinen (Flora Tallinn) Út:Vladislav Kreida (Flora Tallinn)
63. mín
Vladislav Kreida með skot, nokkuð hátt yfir. Flora leitar að jöfnunarmarki.
62. mín
Áðan mátti heyra saumnál detta á A. Le Coq Arena en þetta mark hefur heldur betur kveikt stemninguna í stuðningsmönnum Flóru. Heimamenn eru að einoka boltann þessa stundina. Vonandi fara Víkingar að ná völdunum aftur bráðlega.
57. mín
STÖNGIN BJARGAR VÍKINGI! Konstantin Vassiljev með marktilraun í stöngina! Það er meðbyr með heimamönnum og það hefur kveikt í áhorfendum sem eru farnir að láta vel í sér heyra.

Víkingar eru að söffera eins og Arnar Gunnlaugs myndi orða það.
56. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Hansen verið meiddur og tankurinn orðinn tómur.
55. mín
Flóra með hættulega fyrirgjöf. Þetta mark hefur gefið heimamönnum byr undir báða vængi.
53. mín MARK!
Markus Soomets (Flora Tallinn)
Stoðsending: Kristo Hussar
Flóra minnkar muninn Þetta mark verður ekki tekið af.

Soomets aleinn við vítateigsendann, fær góða sendingu og klárar með hnitmiðuðu og þéttingsföstu skoti við hornið. Ingvar sér boltann seint. Laglega gert hjá honum.

Flóra kemur sér inn í þetta.
52. mín
Ari Sigurpálsson með skot eftir flotta sókn Víkings. Boltinn af Soomets og Víkingur fær hornspyrnu.
50. mín
Ingvar Jónsson ekki í vandræðum með að grípa fyrirgjöf Danil Kuraksin.
48. mín
Sergei Zenjov alls ekki sáttur við að fá ekki horn, dómararnir dæmdu markspyrnu. Zenjov tuðar í aðstoðardómaranum og fær tiltal frá Ocenas dómara.
46. mín
Inn:Marco Lukka (Flora Tallinn) Út:Robert Veering (Flora Tallinn)
Seinni hálfleikur er farinn á fulla ferð
45. mín
Hálfleiksfréttir úr Vesturbænum Á meðan við bíðum eftir seinni hálfleik þá var KR að senda frá sér tvær yfirlýsingar. Fréttirnar sem við sögðum ykkur í gær að Óskar Hrafn væri tekinn við sem þjálfari hafa verið staðfestar og KR leitar réttar síns eftir brotna markið í Kórnum.

   15.08.2024 16:13
Óskar Hrafn tekinn við KR (Staðfest) - Nauðsynlegt að fá Pálma strax á skrifstofuna

   15.08.2024 17:02
KR kærir niðurstöðu KSÍ vegna frestunar á leik HK og KR
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (frá UEFA) Marktilraunir: 3-5
Hornspyrnur: 3-3
Rangstöður: 1-0
Gul spjöld: 0-1
45. mín
Sverrir elskar VAR Hér má sjá rangstöðuna. Flóra jafnaði í 1-1 en markið dæmt af eftir VAR skoðun. Ekki mörgum mínútum síðar þá tvöfaldaði Víkingur forystuna. Líf og fjör.
45. mín
Hálfleikur
Víkingur í góðum málum Jæja loksins kom leikhlé.
45. mín
+6 Leikurinn stöðvaður. Leikmenn skella saman í teignum eftir hornið, höfuðhögg. Valdimar og leikmaður Flóru.
45. mín
+5 Danil Kuraksin öflugur og vinnur hornspyrnu.
45. mín
+4 Tíðindalaus uppbótartími til þessa en nú fær Flóra aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
45. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 6 mínútur
Verið að syngja, tralla og drekka á Ölveri
44. mín
Það verður drjúgur uppbótartími í fyrri hálfleik vegna meiðsla Arons og VAR myndbandsdómgæslunnar.
42. mín
Fyrirgjöf, boltinn af Davíð Atla og afturfyrir. Flóra á horn.
36. mín MARK!
Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
VÁ VALDIMAR!!!! FYRIRLIÐINN SKORAR EFTIR FRÁBÆRAN UNDIRBÚNING!

Valdimar hirðir boltann af varnarmanni Flóru, sýnir mikla ákveðni og kemur sér að endalínunni. Leggur svo boltann út á Niko sem skorar!

Frábær staða fyrir Víking!
34. mín
Öxlin á Sergei Zenjov var rétt fyrir innan áðan þegar markið var tekið af Flóru. Sjónvarpsmennirnir loks búnir að sýna okkur almennilega endursýningu. Víkingar heppnir.
33. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Markaskorarinn lagðist á grasið, enn að þjást eftir að það var sparkað í höfuð hans áðan. Batakveðjur á Aron.
29. mín
RANGSTAÐA!!! EFTIR VAR SKOÐUN ER MARKIÐ TEKIÐ AF FLÓRU! Eftir langa VAR skoðun komast slóvakísku dómararnir að því að það sé rangstaða. Þetta var mjög tæpt.

Víkingar stálheppnir að þetta sprellimark stendur ekki!
26. mín
Þetta var ekki eðlilega klaufalegt! Víkingur gefur mark á silfurfati!!! Þetta var meira bullið!

Misskilningur milli Oliver Ekroth og Ingvars markvarðar. Oliver eitthvað að skýla boltanum og bíða eftir að Ingvar taki hann en það er langt í Ingvar.

Leikmaður Flóru hirðir boltann af Oliver með tæklingu, í kjölfarið kemur skot sem Ingvar nær að verja en svo er skorað úr frákastinu.
25. mín
Víkingur byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þessu marki snemma leiks, síðan þá hefur sóknarþungi Íslandsmeistarana alls ekki verið eins mikill.
22. mín
Flóra í hörkufæri! Konstantin Vassiljev, gamla kempan, fær hörkutækifæri í teignum en skot hans er arfaslakt og fer beint í varnarmann. Þarna var möguleiki fyrir heimamenn.
16. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Fyrir brot á miðjum velli, strangt að spjalda en Slóvakinn kallar ekki allt ömmu sína.
14. mín
Aron er mættur aftur inná! Víkingar léku tíu í smá tíma á meðan verið var að hlúa að Aroni, væntanlega verið að loka fyrir skurðinn sem hann fékk. Þrátt fyrir að hafa farið af velli á börum er Aron mættur aftur til leiks.

Ekki oft sem maður sér leikmann borinn af velli en mæta svo sprækur stuttu seinna.
13. mín
Valdimar Þór með bjartsýnina að vopni og lætur vaða vel fyrir utan teig. Auðvelt verk fyrir Evert Grünvald að verja.
11. mín
Flóra fékk hornspyrnu, mikil barátta í teignum en heimamenn ná ekki að koma skoti á markið.
10. mín
Vondu fréttirnar eru þær að Aron meiddist þegar hann skoraði Mark Anders Lepik reyndi að stöðva Aron og sparkaði í höfuð hans þarna í baráttunni. Aron fer af velli á börum, hefur opnast einhver skurður. Leikurinn var stopp í nokkrar mínútur á meðan verið var að hlúa að Aroni.
6. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
ARON SKOOORAR!!!! Aron er við fjærstöngina eftir hornspyrnuna frá Karli Friðleifi, boltanum flikkað til hans og hann skallar boltann inn af stuttu færi.

Draumabyrjun og Víkingur strax í forystu.
5. mín
Gísli Gotti með skot sem fer af varnarmanni og framhjá. Önnur hornspyrna sem Víkingur fær.
Bak við tjöldin
2. mín
Kröftug byrjun Víkings Fyrirgjöf og Nikolaj Hansen reynir hjólhestaspyrnu en hittir ekki boltann. Svo dettur knötturinn aftur á Danann sem á skot í varnarmann og framhjá. Víkingur fær horn.
1. mín
Leikur hafinn
Slóvakinn hefur flautað til leiks! Víkingur byrjaði með knöttinn og sækir í átt að Valli Bar í fyrri hálfleiknum. Flóra er með nákvæmlega sama byrjunarlið og í fyrri leiknum á heimavelli hamingjunnar.

Kristinn Kjærnested lýsir leiknum á Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Gleðiefni að Hansen sé leikfær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrirliðinn Nikolaj Hansen var tæpur fyrir leikinn, rétt eins og færeyski varnarmaðurinn Gunnar Vatnhamar. En þeir eru báðir leikfærir og eru báðir í byrjunarliðinu hér í dag. Klukkan er að verða 19 að staðartíma, 16 að íslenskum tíma. Áfram Víkingur!
Fyrir leik
Engin súld í Tallinn Það er flott veður í Eistlandi, um 24 gráðu hiti sem stendur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport fyrir þau ykkar sem viljið horfa. Það er einmitt stuðst við þá útsendingu í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir tvær breytingar frá fyrri leik liðanna. Gunnar Vatnhamar kemur inn í liðið fyrir Jón Guðna Fjóluson og Nikolaj Hansen kemur inn fyrir Danijel Dejan Djuric. Jón Guðni og Danijel eru á bekknum. Þar eru einnig menn eins og Erlingur Agnarsson, Helgi Guðjónsson og Tarik Ibrahimagic.

Samkvæmt UEFA er Víkingur í 4-4-2 með þá Nikolaj og Aron Elís í fremstu línu.
Fyrir leik
Arnars Gunnlaugs: Allt annað en að komast áfram er bara stórslys
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, rétt áður en liðið hélt á lokaæfingu sína fyrir leikinn mikilvæga.

„Á pappírnum eigum við örugglega að vinna þetta lið, en við áttum líka að vinna Shamrock og við gerðum mistök í þeim leik sem kostuðu okkur dýrt. Við þurfum bara að læra af því og læra fljótt," segir Arnar.

Arnar var ánægður með ferðalagið út til Tallinn. „Við erum í góðu yfirlæti, á geggjuðu hóteli og Tallinn er flott borg. Það hefur farið vel um okkur, eins og í öllum okkar Evrópuleikjum. Þetta eru hrikalega skemmtilegar ferðir, hópurinn nær að þétta sig saman og það er mikill hugur og einbeiting í hópnum."

Arnar er sammála því að það sé krafa að komast áfram.

„Ég er algjörlega sammála því. Við krefjumst þess af okkur sjálfum að við vinnum þennan leik. Allt annað en að komast áfram á morgun er bara stórslys, það er ekkert flóknara en það. Við viðurkennum það með glöðu geði," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild hér:

   14.08.2024 17:18
Arnars Gunnlaugs: Allt annað en að komast áfram er bara stórslys
Fyrir leik
Skylda Víkings að halda uppi heiðri Íslands í Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur stendur eitt íslenskra liða eftir í Evrópukeppni og mun vonandi klára þetta verkefni. Það er hreinlega hægt að setja kröfu á Víkinga að gera það, í tveggja leikja einvígi hreinlega eiga Íslandsmeistararnir að vinna Flóru frá Tallinn ef allt er eðlilegt. Þeir eru mun betra lið.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings talaði sjálfur um það eftir fyrri leikinn að hinir mótherjar Víkings hingað til í Evrópu; Shamrock Rovers frá Írlandi og Egnatia frá Albaníu, séu betri en þetta eistneska lið.

Yrðu mjög óvænt úrslit ef heimamenn vinna
Eins og allir lesendur vita vel þá eru svakalegir fjármunir í húfi fyrir félagslið að komast langt í Evrópu og Víkingur er í sannkölluðu dauðafæri að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikum tókst í fyrra. Þrátt fyrir að úrslitin í fyrri leiknum hafi ekki verið að óskum eru Víkingar sigurstranglegri og það endurspeglast vel í stuðlum veðbanka.

Lengjan er með stuðulinn 3,75 á sigur Flóru en 1,69 á útisigur Víkings. Stuðlar sem eru í takt við aðra veðbanka sem ég hef verið að glugga í. Eistneska deildin er mun lægra skrifuð en sú íslenska, hreinlega í ruslflokki, og Flóra með talsvert veikara lið núna en það sem tryggði þeim meistaratitilinn á síðasta ári. Það sést á stöðutöflunni þar sem liðið er í dag nítján stigum frá toppnum í heimalandinu.

Ef Víkingur klárar þennan skyldusigur (orð sem allir þjálfarar hata) þá er framundan einvígi við Santa Coloma frá Andorra um sæti í sjálfri riðlakeppninni. Besti dráttur sem Víkingur gat fengið og sýnir glöggt tækifærið sem Íslandsmeistararnir hafa á því að komast í riðlakeppni. Svona er staðan hjá Víkingi þrátt fyrir að hafa fallið við þá lágu hindrun sem Shamrock Rovers átti að vera í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Verður Flóra í lágblokk?
„Við þurfum ekki að fara til Eistlands og vera hræddir. Við förum með kassann út. Þetta er alltaf sama gamla sagan. Við þurfum að halda aga og einbeitingu úti. Ein mistök og þú ert úr leik," sagði Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir fyrri leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli þrátt fyrir svakalega yfirburði Víkings og fjölda tækifæra.

„Mér fannst fyrir einvígið að ef við ættum tvo toppleiki, þá værum við komnir í gegn. Það er ekki spurning. Ég trúi því ekki að Flora fari aftur í lágblokkina. Mögulega samt, Shamrock gerði það líka. Strákarnir eiga að líta á það sem hrós - hversu langt við erum komnir - að sjá hversu langt lið leggjast niður á móti okkur. Það er okkar að finna lausnir, sama hversu erfitt það er."

Högg fyrir íslenskan fótbolta
Eftir að hafa verið rétt við botninn þá hefur Ísland verið á uppleið á styrkleikalistanum hjá UEFA með betri úrslitum okkar félagsliða. En gengið hefur verið vonbrigði þetta sumarið, hingað til allavega.

Tap Stjörnunnar gegn Paide 4-0 var hreinlega niðurlægjandi og Breiðablik klúðraði sínu verkefni rækilega með því að falla út gegn Drita frá Kósovó, þar sem heimaleikurinn varð liðinu að falli. Við megum ekki við frekara bakslagi.

Víkingur mun þó vonandi halda áfram að safna stigum fyrir íslenskan fótbolta. Liðið hefur verið byggt upp til að komast í riðlakeppni Evrópu og á að ná því markmiði í ár. Áfram Víkingur!
Fyrir leik
Dómari
Mynd: Getty Images

Michal Ocenas frá Slóvakíu er með flautuna í dag. Allt teymið kemur frá Slóvakíu. Þar á meðal VAR dómarinn sem er Filip Glova.
Fyrir leik
Eystrasaltið býður góðan dag!
Mynd: EPA

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Tallinn í Eistlandi þar sem Flóra mætir Víkingi í seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er á þjóðarleikvangi Eista, Lilleküla vellinum eða A. Le Coq Arena eins og hann heitir eftir styrktaraðila. A. Le Coq er prýðilegur lagerbjór.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('72)
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson ('33)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('56)
24. Davíð Örn Atlason ('72)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('72)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
5. Jón Guðni Fjóluson ('72)
7. Erlingur Agnarsson ('33)
9. Helgi Guðjónsson ('72)
18. Óskar Örn Hauksson
19. Danijel Dejan Djuric ('56)
20. Tarik Ibrahimagic ('72)
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('16)

Rauð spjöld: