Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Víkingur R.
2
1
Stjarnan
Shaina Faiena Ashouri '11 1-0
Dagný Rún Pétursdóttir '43 2-0
2-1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir '82 , víti
25.07.2025  -  18:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Róbert Þór Guðmundsson
Maður leiksins: Linda Líf Boama
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir (f)
3. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir ('75)
7. Dagný Rún Pétursdóttir
8. Birta Birgisdóttir ('75)
9. Freyja Stefánsdóttir ('65)
13. Linda Líf Boama
14. Shaina Faiena Ashouri
26. Bergdís Sveinsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
16. Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('75)
18. Kristín Erla Ó Johnson
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('65)
21. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('75)
28. Rakel Sigurðardóttir
34. Anika Jóna Jónsdóttir
35. Arna Ísold Stefánsdóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Einar Guðnason (Þ)
Jón Páll Pálmason (Þ)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Birgitta Rún Yngvadóttir
Lára Hafliðadóttir
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur tekur þetta 2-1 í kvöld!

Þær gerðu nóg, mættu grimmari og settu fleiri mörk einfalt!

Stjörnukonur hins vegar voru á köflum andlausar og mættu ekki til leiks fyrr en um miðjan fyrri hálfleik. Voru að leita jöfnunarmarki en það tókst ekki í kvöld

Takk fyrir samfylgdina, skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld
94. mín
Stjörnukonur gera hvað þær geta til að leita að jöfnunarmarkinu, ná þær því?
92. mín
Vaaaaarsla Linda Líf kemst í dauðafæri! en Vera Varis sér við henni með hörkuvörslu. Linda hefði getað gert út um leikinn þarna
90. mín
a.m.k. 4 mínútum bætt við venjulegan leiktíma
88. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
86. mín
Hættulegar tilraunir hjá Víking en Vera Varis hefur séð við þeim
82. mín Mark úr víti!
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
fiskaði vítið sjálf og kláraði af miklu öryggi, niðri í hornið
81. mín Gult spjald: Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Víkingur R.)
Víti! Brýtur á Gyðu Kristínu inn í vítateig
79. mín
Bergþóra kemst í dauðafæri er komin ein í gegn en þrengir færið hjá sér óþarflega mikið og boltinn endar í hliðarnetinu
77. mín
Inn:Sandra Hauksdóttir (Stjarnan) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
75. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Víkingur R.) Út:Birta Birgisdóttir (Víkingur R.)
75. mín
Inn:Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Víkingur R.) Út:Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.)
73. mín
Snædís María með flott skot en Eva í markinu ver
68. mín
Bergþóra setur strax svip sinn á leikinn á hér hörku fyrirgjöf á Lindu Líf sem er komin í gott færi en inn vill boltinn ekki
65. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.) Út:Freyja Stefánsdóttir (Víkingur R.)
62. mín
Daaaaauðafærii Fanney Lísa ein gegn markmanni en hittir ekki boltann nægilega vel, þetta gæti reynst ansi dýrkeypt fyrir Stjörnuna, þurfa að nýta þau færi sem þær fá betur
58. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Út:Margrét Lea Gísladóttir (Stjarnan)
56. mín
Þórdís Hrönn með aðra hornspyrnu en Vera Varis handsamar þennan
53. mín
Linda er öskufljót en það er líka Jakobína sem nær af henni boltanum, horn sem Þórdís tekur, darraðardans í teignum en Stjörnukonur ná að koma þessu frá
50. mín
Dagný kemur með langan bolta upp á Freyju en boltinn hins vegar aðeins of fastur og enda aftur fyrir
49. mín
Ágætistilraun hjá Örnu Dís en boltinn framhjá
47. mín
Freyja setur boltann í markið en er hins vegar réttilega dæmd rangstæð
46. mín
Hulda Hrund sparkar seinni hálfleik af stað
45. mín
Hálfleikur
Víkingur leiðir hér í hálfleik 2-0

Það var nánast einstefna hjá heimakonum að marki Stjörnunar fyrsta korterið, Shaina stimplaði sig aftur inn með fyrsta markinu á 11 mínútu.

Stjörnukonur fóru síðan að sækja í sig veðrið og voru á tímabili líklegar að skora en Dagný hins vegar gerði útum þær vonir í fyrri hálfleik

Við eigum án vafa von á skemmtilegum seinni hálfleik!
45. mín
Bergdís tekur síðasta horn fyrri hálfleiks en Vera nær svo að kýla það frá
44. mín
úffff Linda Líf! Er stórhættuleg, fíflar Betsy inn í teig og á svo skot í fjær sem Varið rétt nær að verja
43. mín MARK!
Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
Linda er með boltann inn í teig, kemst fram hjá varnamanni og leggur hann svo á Dagnýju sem tekur touchið og setur hann svo í hornið framhjá Veru í markinu
40. mín
Vá! Svakalegt skot hjá Ingibjörgu sem Eva þarf að hafa sig alla við að verja
38. mín
Linda Líf er svo fljót, alltaf hættulegt þegar hún fer af stað, hér sækir hún horn
38. mín
Stjörnukonur komast í sókn, Ingibjörg kemur setur hann upp í horn, þar virðist boltinn ætla að renna út fyrir endalínu en Fanney Lísa nær honum og á svo skot en það fer beint á Evu í markinu
37. mín
Freyja sækir horn fyrir Víkingskonur, Bergdís tekur það stutt, greinilega beint af æfingavellinum en því miður kemur bara nákvæmlega ekkert útúr þessu...
34. mín
Arna Dís kemur sér í góða stöðu og á ágætis skot en það fer af varnarmanni og yfir, horn sem Víkingar koma svo í burtu
32. mín
Þórdís Hrönn með lúmska tilraun fyrir utan teig en boltinn svífur rétt yfir markið
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Freyja brýtur á Önnu Maríu, sem tekur aukaspyrnuna sjálf og spilar síðan stutt á Veru
29. mín
Frábær tækling hjá Jakobínu, Linda líf er öskufljót en Jakobína stöðvar hana örugglega
24. mín
Það má samt ekki gleyma Stjörnukonum Hulda Hrund fær stungu upp völlinn, hún kemur honum svo á Margréti Leu sem nær skot á marki en aðeins of laust og Eva Ýr ver
21. mín
Amanda með skot fyrir utan teig en það er hátt yfir
20. mín
Gígja Valgerður með góða tæklingu og stoppar skyndisókn hjá Stjörnukonum
17. mín
Amanda tekur aukaspyrnu fyrir Stjörnuna en hún fer beint í fangið á Evu Ýr
15. mín
Freyja enn og aftur með ágætis tilraun en Vera Varis ver
11. mín MARK!
Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.)
Shaaaaaainaaaaa!

Hún er svo sannarlega mætt aftur í deild hinnar bestu, gerir þetta svo auðvelt, sólar einn og leggur hann í fjær hornið
10. mín
Stjörnukonur hafa verið alls konar veseni hér í byrjun leiks, ein ágætis stunga in á Huldu Hrund en annars ekkert að frétta í sóknarleiknum...
6. mín
Freyja kemst aftur inn í teig í dauðafæri en aftur fer boltinn framhjá
6. mín
Freyja fær stungu inn fyrir vörn Stjörnunar en hún nær ekki að gera sér almennilega mat úr þessu og boltinn rúllar afturfyrir
3. mín
Shaina með sendingu upp í horn á Lindu Líf sem kemur honum fyrir, hættulegt færi sem Bergdís kemst í en boltinn rétt framhjá markinu
2. mín
Víkingar byrja þetta sterkt, Stjarnan hefur ekki komist yfir miðju
1. mín
Leikur hafinn
Það er Shaina sem, sparkar þessu af stað fyrir heimakonur
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Víkingur

Einar og Jón Páll gera 3x breytingar á liði sínu frá síðasta leik fyrir EM hléið, inn koma Eva Ýr, Shaina Ashouri og Þórdís Hrönn en Sigurborg, Bergþóra Sól og Ísafold Marý taka sér sæti á bekknum

Stjarnan

Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar gerir 5x breytingar á sínu liði inn koma Vera Varis, Arna Dís, Fanney Lísa, Margrét Lea og Gyða Kristín í stað Auðar, Úlfu Dísar, Birnu, Hrefnu og Söndru
Fyrir leik
Einar Guðna at the wheel, tell me how does it feel. Víkings sigur í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara er á stuðlinum 2.08 hjá Epic.
Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan situr í dag í 8. sæti deildarinnar með 12 stig. Líkt og Víkingar þá hafa þær verið að spila nokkuð undir pari, hafa unnið fjóra leiki en tapað sex. Liðinu var fyrir tímabil spáð 6. sætinu, sem tryggir sæti í efri hlutanum.

Stjarnan tapaði síðasta leik sínum fyrir EM hléið gegn Breiðablik 0-3 á Samsungvellinum en hafði þar á undan hirt stigin þrjú af Þrótti sem þær unnu örugglega 2-0.

Stutt er í næstu lið á undan Stjörnunni og með sigri í kvöld kemst það í 15 stig líkt og Fram og Valur sem sitja í 5. og 6. sæti deildarinnar

Þær hljóta því að mæta hungraðar í sigur hér í kvöld!


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur Víkingar sitja eins og staðan er í 9. og næst neðsta sæti deildarinnar með einungis 7 stig eftir 10 leiki. Fyrri hlutinn hefur reynst Víkingum afar erfiður en þær hafa einungis unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Það hlýtur að teljast ansi mikil vonbrigði en liðinu var af mörgum spáð 3. sætinu, sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili.

Síðasti leikur Víkings fyrir EM hléið var gegn Þór/KA þar sem þær töpuðu 1-4 fyrir norðan. Eftir þann leik var þjálfari liðsins, John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, aðstoðarþjálfari látnir taka pokann sinn og hefur Einar Guðnason tekið við keflinu og Jón Páll Pálmason honum til aðstoðar.

Þá hefur Víkingur fengið sterkan liðsstyrk en Shaina Ashouri er komin aftur.

Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Víkingar mæta til leiks í kvöld!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Liðin Víkingur og Stjarnan mættust síðast í 2. umferð á Samsungvellinum í apríl, þar sem Víkingur fór með sigur á hólmi 2-6 í miklum markaleik.

Gengi beggja liða hefur verið nokkuð brösulegt og vel undir væntingum það sem af er.

Ég geri fastlega ráð fyrir að bæð lið ætli að sýna sig hér í kvöld og sækja stigin þrjú!
Fyrir leik
Spámaður 11. umferðar Bestudeildar kvenna Margrét Lára Viðarsdóttir, ein besta fótboltakona Íslands frá upphafi, spáir í leiki umferðarinnar

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Víkingur R. 4 - 3 Stjarnan
Erfitt tímabil það sem af er hjá báðum liðum sem vilja eflaust koma sterkar inn í seinni hlutann. Bæði lið búin að fá meira en tvö mörk að meðaltali á sig í leik því verður þetta mikill markaleikur í Víkinni en Víkingar vinna 4-3 í miklum markaleik.


Sjá nánar hér
Fyrir leik
Dómarar kvöldsins Á flautunni í kvöld verður Róbert Þór Guðmundsson og honum til halds og traust verða Eydís Ragna Einarsdóttir og Tryggvi Elías Hermannsson aðstoðadómarar,

Eftirlitsmaður er Jón Sveinsson og varadómari í kvöld er Steinar Stephensen

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Heimavelli Hamingjunnar, Víkingsvelli, þar sem Víkingur tekur á móti Stjörnunni í 11. umferð Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst á slaginu 18:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Vera Varis (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('77)
4. Jakobína Hjörvarsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('88)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir
18. Margrét Lea Gísladóttir ('58)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
14. Snædís María Jörundsdóttir ('58)
22. Esther Rós Arnarsdóttir ('88)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir
42. Sandra Hauksdóttir ('77)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Rajko Stanisic
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Jessica Ayers
Arnar Páll Garðarsson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:

Rauð spjöld: