
Besta deild kvenna fer aftur af stað á morgun eftir langt frí. EM pásunni er lokið og það er komið að því að hefja leik aftur í deildinni hér heima. Deildin hefst aftur með hvelli þar sem Breiðablik og Þróttur mætast titilbaráttuslag.
Margrét Lára Viðarsdóttir, ein besta fótboltakona Íslands frá upphafi, spáir í leikina sem eru framundan. Hún gaf nýverið út bók sem við hvetjum alla til að lesa. Bókin ber heitið Margrét Lára - Ástríða fyrir leiknum og er hægt að nálgast hana í öllum helstu bókabúðum.
Margrét Lára Viðarsdóttir, ein besta fótboltakona Íslands frá upphafi, spáir í leikina sem eru framundan. Hún gaf nýverið út bók sem við hvetjum alla til að lesa. Bókin ber heitið Margrét Lára - Ástríða fyrir leiknum og er hægt að nálgast hana í öllum helstu bókabúðum.
Tindastóll 1 - 2 Þór/KA (18:00 á morgun)
Bæði lið unnu síðasta leik sinn fyrir EM pásu 4-1 og koma því inn í seinnihluta úthvílda og með sjálfstraust. Ég held þetta verði hörkuleikur sem endar með marki Söndru Maríu Jessen á lokamínútunni.
Valur 4 - 0 FHL (19:00 á morgun)
Valskonur eru ekki sáttar með fyrri hluta tímabils hjá sér og koma því mjög öflugar inn í þennan leik. Því miður fyrir FHL þá fá þær ekki sín fyrstu stig að Hlíðarenda í deild þeirra Bestu þetta árið. Valur vinnur öruggan 4-0 sigur. Gömlu kempurnar Fanndís og Elísa verða með sitthvort markið. Hlakka til að sjá Málfríði Önnu aftur í Valstreyjunni, vonandi mun hún setja mark sitt á leikinn.
Breiðablik 2 - 1 Þróttur R. (19:15 á morgun)
Fyrri leikur liðanna fór 2-2 í hörkuleik. Þetta verður skemmtileg skák milli Nik og Óla en ég held að tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar munu gera gæfumuninn fyrir Blika. Leikurinn fer 2-1, Berglind og Samantha með mörkin.
Víkingur R. 4 - 3 Stjarnan (18:00 á föstudag)
Erfitt tímabil það sem af er hjá báðum liðum sem vilja eflaust koma sterkar inn í seinni hlutann. Bæði lið búin að fá meira en tvö mörk að meðaltali á sig í leik því verður þetta mikill markaleikur í Víkinni en Víkingar vinna 4-3 í miklum markaleik.
FH 3 - 1 Fram (18:00 á föstudag)
Tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og að mínu viti einn mest spennandi leikur umferðarinnar. Bæði lið hafa staðið sig feykilega vel í sumar og verður spennandi að fylgjast með þeim í seinnihlutanum. Ég held þó að Heimavöllurinn muni gera gæfumuninn og FH vinnur þennan leik 3-1. Thelma og Elísa Lana með sitthvort markið fyrir FH, svo kemur fyrirliðinn með skalla eftir hornspyrnu í lokin sem að endanlega tryggir sigurinn fyrir FH. Murielle með markið fyrir Fram .
Fyrri spámenn:
Adda Baldurs (5 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 10 | 8 | 1 | 1 | 40 - 7 | +33 | 25 |
2. Þróttur R. | 10 | 8 | 1 | 1 | 23 - 8 | +15 | 25 |
3. FH | 10 | 7 | 1 | 2 | 23 - 11 | +12 | 22 |
4. Þór/KA | 10 | 6 | 0 | 4 | 19 - 16 | +3 | 18 |
5. Fram | 10 | 5 | 0 | 5 | 14 - 21 | -7 | 15 |
6. Valur | 10 | 3 | 3 | 4 | 12 - 14 | -2 | 12 |
7. Stjarnan | 10 | 4 | 0 | 6 | 11 - 22 | -11 | 12 |
8. Tindastóll | 10 | 3 | 1 | 6 | 15 - 20 | -5 | 10 |
9. Víkingur R. | 10 | 2 | 1 | 7 | 16 - 26 | -10 | 7 |
10. FHL | 10 | 0 | 0 | 10 | 4 - 32 | -28 | 0 |
Athugasemdir