
KA
2
3
Silkeborg

0-0
Tonni Adamsen
'6
, misnotað víti

Hallgrímur Mar Steingrímsson
'34
, víti
1-0

1-1
Tonni Adamsen
'54
1-2
Tonni Adamsen
'62
Viðar Örn Kjartansson
'85
2-2
2-3
Tonni Adamsen
'114
31.07.2025 - 18:00
Greifavöllurinn
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Peiman Simani (Finnland)
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Greifavöllurinn
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Peiman Simani (Finnland)
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
('87)

7. Jóan Símun Edmundsson
('70)

8. Marcel Römer
('84)


10. Hallgrímur Mar Steingrímsson

17. Birnir Snær Ingason
('70)

22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
('84)

77. Bjarni Aðalsteinsson
- Meðalaldur 31 ár

Varamenn:
12. William Tönning (m)
2. Birgir Baldvinsson
('84)

3. Kári Gautason
('87)

9. Viðar Örn Kjartansson
('70)
('99)



11. Ásgeir Sigurgeirsson
('70)


14. Andri Fannar Stefánsson
21. Mikael Breki Þórðarson
23. Markús Máni Pétursson
25. Dagur Ingi Valsson
('84)

26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
('99)

44. Valdimar Logi Sævarsson
80. Snorri Kristinsson
- Meðalaldur 24 ár
Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Gul spjöld:
Bjarni Aðalsteinsson ('20)
Marcel Römer ('59)
Ásgeir Sigurgeirsson ('78)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta gerist ekki súrara
Peiman Simani flautar til leiksloka, niðurstaðan 2-3 grátlegt tap. Þvílík frammistaða hjá KA-mönnum, þeir gátu ekki verið nær þessu.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
Viðtöl og skýrsla innan skams.
119. mín
Silkeborg keyrir upp í skyndisókn, þrír á tvo en nýta þetta illa. Það er enn séns!
116. mín
KA MEÐ SKOT Í STÖNG!
Ásgeir Sigurgeirs fer á hægri fótinn og nær að lauma skotinu inn sem hafnar í innanverði stönginni. Boltinn á Dag Inga sem nær skoti en Larsen ver!
Það er ekki hægt að komast nær því að skora.
Það er ekki hægt að komast nær því að skora.
114. mín
MARK!

Tonni Adamsen (Silkeborg)
Grátlegt
Stórfurðulegt mark, enginn pressar Adamsen sem lætur vaða fyrir utan teig. Stubbur skringilega staðsettur, ekki nálægt boltanum sem fer í þverslánna og inn.
112. mín
SILKEBORG Í DAUÐAFÆRI!!
Bøndergaard sleppur framhjá Rodri og er kominn einn gegn Stubbi, en þrumar boltanum blessunarlega hátt yfir markið!
Sá nýtti þetta illa, maður minn lifandi.
Sá nýtti þetta illa, maður minn lifandi.
111. mín
Gestirnir halda vel í boltann en ná ekki að finna glufur í þéttu vörn KA-manna.
106. mín
Komið aftur í gang
Seinni hálfleikur framlengingarinnar hafinn, KA-menn byrja með boltann.
105. mín
Örstutt pása
+1
KA-menn sterkari aðilinn í þessum fyrri hálfleik framlengingarinnar. Hallgrímur Mar lék á alls oddi, fáránleg gæði. Leikmenn fá nú stutta pásu.
KA-menn sterkari aðilinn í þessum fyrri hálfleik framlengingarinnar. Hallgrímur Mar lék á alls oddi, fáránleg gæði. Leikmenn fá nú stutta pásu.
100. mín
FRÁBÆRT FÆRI!
Hallgrímur Mar sker boltann út í teiginn á Dag Inga sem tekur viðstöðulaust skot rétt framhjá markinu. Frábær sókn.
99. mín

Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
Viðar Örn fer af velli!
Væntanlega vegna meiðsla.
98. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Bakiz tekur en spyrnan beint í varnarvegginn.
90. mín
Við fáum framlengingu
+4
Peiman Simani flautar til loka venjulegs leiktíma, næst á dagskrá framlenging!
Þvílík dramatík á Greifavellinum.
Peiman Simani flautar til loka venjulegs leiktíma, næst á dagskrá framlenging!
Þvílík dramatík á Greifavellinum.
85. mín
MARK!

Viðar Örn Kjartansson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
VÖK VÉLIN JAFNAR!
Varamannamark!
Ásgeir Sigurgeirsson með góða fyrirgjöf fyrir markið, enginn annar en Viðar Örn lúrir á fjærsvæðinu og skorar í opið netið.
Þvílíkur tímapunktur til að skora fyrsta mark sumarsins!
Ásgeir Sigurgeirsson með góða fyrirgjöf fyrir markið, enginn annar en Viðar Örn lúrir á fjærsvæðinu og skorar í opið netið.
Þvílíkur tímapunktur til að skora fyrsta mark sumarsins!
83. mín
Tæpt!
Frábær bolti fyrir markið á Guðjón sem rennir sér eftir boltanum en nær ekki til hans!
77. mín
Hrannar Björn lyftir boltanum á fjærsvæðið en boltinn aðeins of hár fyrir Viðar Örn, meira svona.
73. mín
KA-menn ógna úr fyrirgjöf en Larsen, markvörður Silkeborg, handsamar boltann að lokum.
70. mín

Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Út:Birnir Snær Ingason (KA)
Lítið séð til Birnis í dag.
70. mín

Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA)
Út:Jóan Símun Edmundsson (KA)
Markahrókurinn Viðar Örn kemur inn.
62. mín
MARK!

Tonni Adamsen (Silkeborg)
Stoðsending: Younes Bakiz
Stoðsending: Younes Bakiz
Úff sundurspilaðir KA-menn
Frábær hælsending frá Bakiz, sem þræðir Tonni Adamsen í gegn og hann lyftir boltanum snyrtilega yfir Stubb í marki KA.
Þetta er brekka fyrir þá gulbláu.
Þetta er brekka fyrir þá gulbláu.
59. mín
Gult spjald: Marcel Römer (KA)

Brýtur af sér utarlega á eigin vallarhelmingi og uppsker gult spjald.
54. mín
MARK!

Tonni Adamsen (Silkeborg)
Stoðsending: Jens Martin Gammelby
Stoðsending: Jens Martin Gammelby
Gestirnir jafna
KA-menn fámennir baka til eftir hornspyrnu, gestirnir keyra upp í skyndisókn. Gammelby sleppur inn fyrir Guðjón Erni, kemur boltanum fyrir á Adamsen sem skorar af stuttu færi.
53. mín
Magnað að varamaður Silkeborg, Pelle Mattsson, sé ekki kominn með spjald búinn að brjóta tvisvar harkalega af sér, en sleppur í bæði skiptin.
51. mín
KA-menn byrja þennan hálfleik sterkt, það er greinilega kominn ákveðinn kvíði í þá dönsku.
46. mín

Inn: Pelle Mattsson (Silkeborg)
Út:Mads Freundlich (Silkeborg)
Gestirnir gera eina breytingu í hálfleik.
45. mín
KA menn eru glerharðir baka til og marki yfir. Veðbankar bjóða upp á 2.10 í stuðul á KA-sigur, fulla ferð.
45. mín
Hálfleikur
Þvílíkur fyrri hálfleikur!
Tvær vítaspyrnur, Stubbur ver frá Silkeborg og Hallgrímur Mar skorar. KA-menn mun minna með boltann en hafa varist vel.
43. mín
Frábær sókn KA manna, Birnir Snær með flotta takta. En sóknin rennur þó út í sandinn.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín
Mark úr víti!

Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
KA LEIÐIR EINVÍGIÐ!
Risastórt!
Hallgrímur svellkaldur, Larsen fer í rétta átt en nær ekki til knattarins.
Hallgrímur svellkaldur, Larsen fer í rétta átt en nær ekki til knattarins.
32. mín
Gult spjald: Nicolai Larsen (Silkeborg)

KA FÆR VÍTI!!!!
Ívar Örn sleppur í gegn og marvörður Silkeborg fellir hann, pjúra víti.
20. mín
Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (KA)

Ekki veit ég fyrir hvað, en sá finnski tekur enga fanga.
18. mín
Hallgrímur Mar dansar með boltann og fer í skot af löngu færi sem fer langt framhjá.
17. mín
Stubbur ver vel
Adamsen fær sendingu inn fyrir, rennir sér á boltann en Stubbur lokar vel.
11. mín
Góð sókn gestanna, Adamsen fær boltann í teignum og tekur viðstöðulaust skot sem fer vel framhjá.
6. mín
Misnotað víti!

Tonni Adamsen (Silkeborg)
STUBBUR VER!
Stubburinn bara les Adamsen og ver vítaspyrnuna frábærlega. Þetta hlýtur að gefa KA-mönnum aukinn kraft!
4. mín
Gestirnir fá víti
Úff, boltinn í hendina á Hrannari Birni. Mér sýnist hann samt vera fyrir utan teig!
Ekkert VAR til að hjálpa finnska dómara leiksins.
Ekkert VAR til að hjálpa finnska dómara leiksins.
3. mín
Aftur fær Silkeborg hornspyrnu, McCowatt nær skoti að marki, en boltinn í varnarmann KA.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Hallgrímur Mar tekur upphafsspyrnu leiksins.
Fyrir leik
Skrifað í skýin?
Keflvíkingar voru síðasta íslenska liðið sem sigraði danskt félag í Evrópukeppni, árið 2007.
Liðið lagði þá Midtjylland að velli 3-2. Enginn annar en Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, byrjaði leikinn. Það er spurning hvort Hallgrímur sé enn með tak á Dönum í Evrópukeppnum og leiki afrekið í Keflavík eftir hér í dag.
Keflavík féll naumlega úr leik, en seinni leikur liðanna fór 2-1, Midtjylland í vil, og komust því áfram í næstu umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Liðið lagði þá Midtjylland að velli 3-2. Enginn annar en Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, byrjaði leikinn. Það er spurning hvort Hallgrímur sé enn með tak á Dönum í Evrópukeppnum og leiki afrekið í Keflavík eftir hér í dag.
Keflavík féll naumlega úr leik, en seinni leikur liðanna fór 2-1, Midtjylland í vil, og komust því áfram í næstu umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Tvær breytingar KA
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar á sínu liði frá fyrri leiknum. Jóan Símun Edmundsson má spila eftir leikbann, hann kemur inn fyrir Ásgeir Sigurgeirsson. Þá byrjar Birnir Snær Ingason í stað Ingimars Stöle. Fjórar breytingar eru svo á liði Silkeborg frá fyrri leiknum.
Fyrir leik
Skipulagður varnarleikur lykillinn
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA ræddi við fotbolti.net, í aðdraganda leiksins.
Þeir eru aðeins að hiksta núna og þetta er ekki venjulegur leikur fyrir þá; að fljúga til Akureyrar og fara á öðruvísi völl en þeir eru vanir. Við ætlum að nýta okkur það. Við teljum okkur eiga góðan séns á að gefa þeim góðan leik og þetta er ekkert flókið, við ætlum okkur bara að fara áfram."
„Þetta verður mjög svipað og í fyrri leiknum, ég tel möguleika okkar á því að fara áfram vera besta með því að spila skipulagðan varnarleik. Það sást nokkrum sinnum í fyrri leiknum þegar við fórum aðeins á þá og pressan gekk ekki, þá voru þeir fljótir að refsa. Þeir eru með virkilega mikil gæði."
Þeir eru aðeins að hiksta núna og þetta er ekki venjulegur leikur fyrir þá; að fljúga til Akureyrar og fara á öðruvísi völl en þeir eru vanir. Við ætlum að nýta okkur það. Við teljum okkur eiga góðan séns á að gefa þeim góðan leik og þetta er ekkert flókið, við ætlum okkur bara að fara áfram."
„Þetta verður mjög svipað og í fyrri leiknum, ég tel möguleika okkar á því að fara áfram vera besta með því að spila skipulagðan varnarleik. Það sást nokkrum sinnum í fyrri leiknum þegar við fórum aðeins á þá og pressan gekk ekki, þá voru þeir fljótir að refsa. Þeir eru með virkilega mikil gæði."

Fyrir leik
„Sama hvað, þá er þetta erfið staða fyrir okkur.
Nicolai Larsen, fyrirliði Silkeborg, fór í viðtal við fotbolti.net í gær.
„Styrkleiki KA kom mér alls ekki á óvart. Það kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið. Getustigið kom mér ekki á óvart, það eru góðir leikmenn í liðinu, ég þekki Marcel Römer, spilaði með honum, og veit að það eru góðir leikmenn í liðinu. Við lítum á okkur sem betra liðið, en það getur allt gerst í Evrópuleikjum; útsláttarleikjum, þetta er alltaf 50-50.
Vonandi getum við sýnt á morgun að við séum aðeins betra lið. Sama hvað, þá er þetta erfið staða fyrir okkur."
„Styrkleiki KA kom mér alls ekki á óvart. Það kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið. Getustigið kom mér ekki á óvart, það eru góðir leikmenn í liðinu, ég þekki Marcel Römer, spilaði með honum, og veit að það eru góðir leikmenn í liðinu. Við lítum á okkur sem betra liðið, en það getur allt gerst í Evrópuleikjum; útsláttarleikjum, þetta er alltaf 50-50.
Vonandi getum við sýnt á morgun að við séum aðeins betra lið. Sama hvað, þá er þetta erfið staða fyrir okkur."
Fyrir leik
Loksins erum við komnir heim
KA fékk undanþágu frá UEFA og leyfi til að spila á Greifavellinum á þessu stigi, þrátt fyrir að völlurinn uppfylli ekki öll skilyrði.
„Þetta leggst rosalega vel í mig, ótrúlega gott að geta spilað þennan leik á heimavelli; á Greifavellinum. Það er búin að vera rosalega sjálfoðaliðavinna í kringum þetta, búið að girða stúkuna og alveg endalaust af litlum hlutum sem þurftu að gagna upp svo við gætum spilað hérna. Endalausar þakkir til þeirra sem eiga það skilið," segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA.
Ívar spjallaði við Fótbolta.net í gær og má sjá viðtalið í heild hér:
„Þetta leggst rosalega vel í mig, ótrúlega gott að geta spilað þennan leik á heimavelli; á Greifavellinum. Það er búin að vera rosalega sjálfoðaliðavinna í kringum þetta, búið að girða stúkuna og alveg endalaust af litlum hlutum sem þurftu að gagna upp svo við gætum spilað hérna. Endalausar þakkir til þeirra sem eiga það skilið," segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA.
Ívar spjallaði við Fótbolta.net í gær og má sjá viðtalið í heild hér:
30.07.2025 23:50
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Fyrir leik
Evrópumeistarinn býst við erfiðum leik
Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, er mikill reynslubolti, hann var hluti af Evrópumeistaraliði Dana árið 1992, var þá búinn að spila með Aston Villa á Englandi. Hann er 63 ára og hefur stýrt Horsens, Bröndby, Álaborg, OB og Silkeborg á sínum þjálfaraferli.
Fotbolti.net, náði tali af Kent Nielsen á blaðamannafundi í gær.
„Það er alltaf pressa verandi líklegra liðið komandi inn í einvígið. Ég er vanur því og ég hef trú á því að ég geti sofið nokkuð vel. Þetta er hluti af fótboltanum, ég hef verið lengi í fótboltanum og þetta bítur ekki þannig á mig.
Við erum meðvitaðir að KA sigraði írskt og velskt lið í Evrópulekjum. Við erum ekki stórt félag, í Danmörku er búist við því að við röltum í gegnum þetta, en við vitum betur. Þetta verður erfiður leikur."
Fotbolti.net, náði tali af Kent Nielsen á blaðamannafundi í gær.
„Það er alltaf pressa verandi líklegra liðið komandi inn í einvígið. Ég er vanur því og ég hef trú á því að ég geti sofið nokkuð vel. Þetta er hluti af fótboltanum, ég hef verið lengi í fótboltanum og þetta bítur ekki þannig á mig.
Við erum meðvitaðir að KA sigraði írskt og velskt lið í Evrópulekjum. Við erum ekki stórt félag, í Danmörku er búist við því að við röltum í gegnum þetta, en við vitum betur. Þetta verður erfiður leikur."

30.07.2025 23:58
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Fyrir leik
Tekst KA hið ótrúlega?
Staðan í einvíginu er 1-1 eftir ótrúlega frammistöðu KA í Danmörku, þar sem Hallgrímur Mar skoraði dramatískt jöfnunarmark undir lok leiks.
Silkeborg hefur verið með eitt af bestu liðum dönsku deildarinnar síðustu ár, en nú eru KA-menn í góðu tækifæri til að slá út þá dönsku.
Silkeborg hefur verið með eitt af bestu liðum dönsku deildarinnar síðustu ár, en nú eru KA-menn í góðu tækifæri til að slá út þá dönsku.

Byrjunarlið:
1. Nicolai Larsen (m)

2. Andreas Poulsen
('96)

3. Robin Østrøm
4. Pedro Ganchas
10. Younes Bakiz
('118)

17. Callum McCowatt
('96)

19. Jens Martin Gammelby
22. Rami Al Hajj
('106)

23. Tonni Adamsen



33. Mads Freundlich
('46)

36. Julius Nielsen
Varamenn:
30. Aske Andresen (m)
6. Pelle Mattsson
('46)

8. Jeppe Andersen
('106)

9. Alexander Simmelhack
14. Sofus Berger
15. Asbjørn Bøndergaard
('96)

18. Leonel Montano
('96)

20. Mads Larsen
35. Sebastian Biller Mikkelsen
41. Oskar Boesen
('118)

Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Nicolai Larsen ('32)
Rauð spjöld: