Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   mið 30. júlí 2025 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Akureyri
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Mun leiða KA menn inn á Greifavöllinn á morgun.
Mun leiða KA menn inn á Greifavöllinn á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta leggst rosalega vel í mig, ótrúlega gott að geta spilað þennan leik á heimavelli; á Greifavellinum. Það er búin að vera rosalega sjálfoðaliðavinna í kringum þetta, búið að girða stúkuna og alveg endalaust af litlum hlutum sem þurftu að gagna upp svo við gætum spilað hérna. Endalausar þakkir til þeirra sem eiga það skilið," segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun, klukkan 18:00, tekur KA á móti Silkeborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. KA fékk undanþágu frá UEFA til að spila leikinn á Greifavellinum, sínum heimavelli. KA átti flottan leik í Danmörku og uppskar jöfnunarmark seint í leiknum. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Silkeborg.

„Leikurinn sjálfur er ógeðslega spennandi, við fórum til Danmerkur og sóttum mjög góð úrslit. Það var alltaf markmiðið að geta gefið þeim leik hérna á heimavelli, ég er rosa spenntur."

„Úlfársdárdalurinn (þar sem KA spilaði fyrstu tvo heimaleiki sína 2023 þegar liðið var í Evrópu) gaf okkur heilan helling, en þetta er auka, líka fyrir okkar fólk; að geta komið í bakgarðinn sinn og horft á leik í staðinn fyrir að flykkjast suður. Þetta þýðir ógeðslega mikið, við æfum hérna á hverjum einasta degi, þekkjum þennan völl inn og út, ég held að við græðum bara a því að hafa þennan leik hér."

„Að leiða liðið inn á okkar völl verður bara æðislegt, fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta, þetta er búinn að vera langþráður draumur og loksins erum við komnir heim; upp á Brekku. Þetta er vonandi fyrsti Evrópuleikurinn sem verður haldinn hér af mörgum í komandi framtíð,"
segir fyrirliðinn.

„Þetta verður æðislegt í alla staða, held það séu allir spenntir, maður þarf ekkert að halda einhverja pepp ræðu fyrir svona leik, þetta segir sig sjálft í raun."

Ef KA tekst að leggja Silkeborg að velli þá mæta Norðanmenn annað hvort Novi Pazar frá Serbíu eða Jagiellonia frá Póllandi í næstu umferð. Jagiellonia leiðir það einvígi 2-1 eftir leikinn í Serbíu.

Viðtalið við Ívar má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner