„Tilfinningin er góð, við vitum að þetta er stór áskorun, sérstaklega eftir úrslitin í fyrri leiknum. Við vonuðumst til að halda forystunni út leikinn, en því miður fyrir okkur þá tókst það verkefni ekki. Það gerir verkefnið hérna á Íslandi aðeins erfiðara," segir Nicolai Larsen, fyrirliði Silkeborg, við Fótbolta.net.
Á morgun, klukkan 18:00, tekur KA á móti Silkeborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Silkeborg, en KA jafnaði með marki undir lokin.
Á morgun, klukkan 18:00, tekur KA á móti Silkeborg í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn í Silkeborg, en KA jafnaði með marki undir lokin.
„Silkeborg var meira með boltann og KA reyndi að sækja hratt. Mér fannst leikurinn nokkuð jafn, við vorum meira með boltann, en KA fékk góða sénsa eftir hraðar sóknir og úr föstum leikatriðum. Það var erfitt að brjóta vörnina niður, mjög sterk varnarlína hjá KA. Vonandi lærum við af fyrri leiknum og komumst áfram á morgun."
„Við höfum spilað á móti liðum sem leggjast lágt, það kemur ekki óvenjulegt að það sé erfitt að finna lausnir á því, það er mjög erfitt fyrir öll lið, sama hvaða lið þú ert og á móti hverjum þú ert. Það erfiðasta í fótbolta er að brjóta niður lágblokk. Við erum að ströggla með lágblokkina, erum að leita lausna, núna höfum við spilað leiki sem við getum skoðað og vonandi höfum við fundir góðar lausnir. Við þurfum líka að mæta með gæðin til að brjóta vörnina niður."
„Styrkleiki KA kom mér alls ekki á óvart. Það kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið. Getustigið kom mér ekki á óvart, það eru góðir leikmenn í liðinu, ég þekki Marcel Römer, spilaði með honum, og veit að það eru góðir leikmenn í liðinu. Við lítum á okkur sem betra liðið, en það getur allt gerst í Evrópuleikjum; útsláttarleikjum, þetta er alltaf 50-50. Vonandi getum við sýnt á morgun að við séum aðeins betra lið. Sama hvað, þá er þetta erfið staða fyrir okkur."
Á morgun verða 500 manns á Greifavellinum, fámennur völlur miðað við stærstu vellina í Danmörku.
„Við erum með FCK og Bröndby þar sem koma 20 þúsund á völlinn. 500 er ekki mikið, en ég elska þessa leiki sjálfur, elska t.d. að spila útileikina í danska bikarnum á litlum völlum. Það tekur mig aftur til bernskunnar, að spila þessa leiki er stór hluti af fótboltanum. Ef ég ber þetta saman við það þá er pressa að mæta og vera liðið sem á að vinna, og ég sé líkindi með því og þessum leik. Evrópuleikir eru alltaf jafnir leikir, skiptir ekki máli hversu margir eru í stúkunni, 500 eða 100 þúsund, pressan er sú sama, stærsti munurinn er að menn geta talað saman sín á milli inni á vellinum."
Markmaðurinn var spurður hvort það hefði verið leikmaður í KA liðinu sem hann var hrifinn af í fyrri leiknum. „Það eru góðir leikmenn í liðinu, ég er búinn að nefna Marcel og ég þekki líka Jóan Edmundsson sem var ekki partur af fyrri leiknum. (Hallgrímur Mar) Steingrímsson, sem skoraði markið, ég sá tæknilega góðan leikmann í honum, skapandi leikmann," segir fyrirliðinn.
Viðtalið við Nicolai Larsen má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir