Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   mið 20. ágúst 2025 15:41
Haraldur Örn Haraldsson
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skynja mikinn gír í mönnum að henda í kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli á morgun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks á fréttamannafundi fyrir leik þeirra gegn Virtus frá San Marínó í loka umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik er talið sigurstranglegra í einvíginu gegn Virtus, en Höskuldur telur það hafa lítil áhrif á leikmenn.

„Ég finn það bara í þeirri umfjöllun sem hefur verið. Maður veit ekkert mikið um þetta lið, og þessa deild. Að einhverju leiti gæti það bara verið fínt, þannig við erum bara að pæla í okkur og það sem við gerum okkar upp á tíu. Gerum það sem við getum gert, eins vel og við getum gert. Að því sögðu er þjálfarateymið búið að leggja fyrir okkur strategískt leikgreiningu, og prófíla mannskapinn hjá þeim. Ég lít á þetta þannig að þetta er okkar að setja tóninn á Kópavogsvelli á morgun, ekki spurning," sagði Höskuldur.

Breiðablik hefur ekki verið að ná í góð úrslit að undanförnu og langt síðan þeir unnu síðast leik. Leikmenn finna auðvitað fyrir því þegar langt er síðan síðasti sigur kom.

„Þetta er ekki taktur sem við viljum vera í. Alveg eins og þú getur dottið á gott 'rönn' og tengt saman marga sigra. Þá getur alveg myndast mynstur þar sem maður er eitthvað höktandi, og takturinn er ekki alveg upp á tíu. Það er bara kjörið tækifæri á morgun að snúa því gengi við, og byrja að fá w, á blað," sagði Höskuldur.

Þónokkrir lykil leikmenn Virtus liðsins eru vitlausu megin við 35 ára aldurinn. Breiðablik eru með töluvert yngra lið og gætu því mögulega nýtt sér þá orku til að hlaupa yfir liðið líkt og þeir gerðu gegn Egnatia.

„Ég held það svona fyrirfram. Kannski burt séð frá einhverjum aldri hjá þeim. Þá held ég bara að henda í svona sjokkerandi háa ákefð á Kópavogsvelli, þegar að lið mætast og vita ekki alveg við hverju á að búast. Menn ætla aðeins að fara þreifa á hvorum öðrum fyrsta hálfleikinn eða slíkt í einvíginu. Þá að setja bara tóninn strax með háum ákefðar hlaupum fram og til baka, þá er oft erfitt fyrir andstæðinginn að ranka við sér við það. Það er bara eins og í box bardaga, að fá á sig vönkun eftir vönkun," sagði Höskuldur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner