Það hefur farið aðeins undir radarinn að Andri Rafn Yeoman hefur ekki verið með Breiðabliki í að verða þrjá mánuði. Þessi fjölhæfi og reynslumikli leikmaður hefur verið partur af liði Breiðabliks í rúmlega einn og hálfan áratug.
Hann spilaði fyrstu Evrópuleiki Breiðabliks árið 2010 og hafði þar til 2023 tekið þátt í öllum Evrópuleikjum í sögu félagsins. Fótbolti.net ræddi við þjálfarann, Halldór Árnason, fyrir leik Breiðabliks og Lausanne í Sambandsdeildinni í dag og var Dóri spurður út í Andra.
Hann spilaði fyrstu Evrópuleiki Breiðabliks árið 2010 og hafði þar til 2023 tekið þátt í öllum Evrópuleikjum í sögu félagsins. Fótbolti.net ræddi við þjálfarann, Halldór Árnason, fyrir leik Breiðabliks og Lausanne í Sambandsdeildinni í dag og var Dóri spurður út í Andra.
Lestu um leikinn: Lausanne 0 - 0 Breiðablik
Andri hefur misst af öllum átta Evrópuleikjunum á þessu ári. Er ekkert skrítið að fara inn í Evrópuleiki ekki með Andra Yeoman?
„Það er skrítið að fara inn í hvaða leik sem er án Andra Yeoman. Hann er algjörlega stórkostlegur leikmaður og risastór leikmaður í sögu Breiðabliks. Við höfum saknað hans í sumar, við vissum að það yrði söknuður af honum en maður finnur ennþá meira fyrir því þegar hans nýtur ekki við."
„Evrópusaga Breiðabliks og saga Andra eru nátengdar. Hann er með okkur hérna úti, er með frábæra nærveru og alla sína reynslu. Við vonandi náum að koma honum inn á völlinn í einherja Evrópuleiki á þessu tímabili."
Klukkan 16:45 hefst leikur Lausanne og Breiðabliks í Sambandsdeildinni. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir