West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Í BEINNI
Evrópubikar kvenna
Breiðablik
LL 4
0
Spartak Subotica
Breiðablik
4
0
Spartak Subotica
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '8 1-0
Agla María Albertsdóttir '10 2-0
Agla María Albertsdóttir '78 3-0
Sunna Rún Sigurðardóttir '90 4-0
08.10.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Evrópubikar kvenna
Aðstæður: Gul viðvörun og næsheit
Dómari: Katalin Sipos (Ungverjaland)
Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
5. Samantha Rose Smith ('61)
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('65)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('77)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('77)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
36. Kayla Elizabeth Burns (m)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('61)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Helga Rut Einarsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('65)
29. Sunna Rún Sigurðardóttir ('77)
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('77)
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Elín Helena Karlsdóttir
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik sigrar þennan leik auðveldlega 4-0 í hreint mjög erfiðum aðstæðum, hífandi rok og gul viðvörun!

Það verður gaman að sjá liðin í seinni leiknum sem fram fer í Serbíu 15. október nk. Gæðin í leiknum verða allavega töluvert betri býst ég við!

Takk annars fyrir samfylgdina í kvöld! Viðtöl og skýrsla væntanleg
90. mín MARK!
Sunna Rún Sigurðardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Edith Kristín Kristjánsdóttir
Unglingarnir hjá Blikum eru að keyra þetta heim!

Edith með frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Sunna er mætt og setur hann inn! Sitt fyrsta meistaraflokksmark fyrir Breiðablik, ekki slæmt það
89. mín
Agla reynir stungu upp á Birtu en boltinn aðeins of fastur
87. mín
Lokamínúturnar, fáum við fjórða markið?!?!
85. mín
Agle tekur horn fyrir Blika, þær taka það stutt en Spartak komast inn í þetta og koma boltanum útaf
82. mín
Barbára Sól kemst í hörkufæri, fær sendingu frá Sunnu inn á teiginn en hún þrumar honum yfir
81. mín
úúúfffffff Edith með svakalegt skot, fær geggjaða hælsendingu frá Öglu og lætur bara vaða af löngu færi, rétt yfir markið hins vegar
78. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Birta Georgsdóttir
77. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
77. mín
Inn:Sunna Rún Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
76. mín
Agla tekur aðra aukaspyrnu útvið hægr kannt en ekki alveg nógu góð spyrna hjá henni og varnarmenn Spratk koma þessu frá
74. mín
Agla María tekur aukaspyrnu fyrir Blikana, setur hann á fjær, semí skot? semí fyrirgjöf? Allavega framhjá markinu, hefði viljað sjá hana negla þessu bara í sammann..
73. mín Gult spjald: Natalija Petrovic (Spartak Subotica)
Brýtur á Hrafnhildi Ásu
69. mín
Ungverskri dómarinn er að taka voða skrítnar ákvarðanir í kvöld...
65. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Breiðablik) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
61. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Samantha Rose Smith (Breiðablik)
60. mín
Sammy með hööööööörku fyrirgjöf á fjær þar má minnstu muna að Karítas næði til boltans
60. mín
Berglind aftur í hörkustöðu inn í teig en er aðeins of lengi að athafna sig
59. mín
Kristín Dís hrasar og missir boltann frá sér Kim kemst í boltann en Heiðdís sér til þess að þær komist ekki í skyndisókn og vinnur boltann af henni
57. mín
Berglind fær laumusendingu inn á teiginn, tekur síðan eiginlega bara skot í snúningnum en boltinn framhjá
53. mín
Blikar að hóta þriðja markinu! Birta með hörkuskot
52. mín
Barbára Sól með hörkuskot en Kang ver vel
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
50. mín
Hafliði Breiðfjörð er vel klæddur og með myndavélina í Kópavoginum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

48. mín
Sammy nær ágætis fyrirgjöf en gestirnir ná að hreinsa frá
46. mín
Soyi Kim Sparkar seinni hálfleiknum af stað fyrir gestina
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða hér mjög sanngjarnt 2-0, þær hafa haft yfirhöndina alveg frá fyrstu mínútu og Spartak í raun bara heppnar að mörkin séu ekki fleiri!

Aðstæður á vellinum eru vægast sagt hræðilegar hvað varðar veðrið og hafa Blikarnir verið að spila svona nokkurn veginn á móti vindi í fyrri hálfleik. Spartak konur hafa pakkað í vörn og hefur leikurinn 99% spilast á þeirra vallarhelmingi einu alvöru færin sem þær hafa komist í eru skyndisóknir þar sem Vranic hefur sloppið í gegn en Devine hefur alveg séð við henni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Setur Berglind fleiri í seinni hálfleik? Stay tuned
45. mín
Agla tekur horn Kang er í baráttunni og nær að slá hann útaf, dómarinn svo flautar svo bara strax af, kannski náð svona 10 sek af uppbótartíma? Hún hefur ekki nennt að vera mínútu lengur út í rokinu
45. mín
Vranic reynir aftur að elta boltann inn fyrir, varnarmenn Blika nenna ekki einu sinni að elta hana og Devine sem fyrr hirðir boltann
43. mín
Karítas á leglega sendingu upp á Andreu Rut, sem ætlar að stýra honum á markið en líklega hefur vindurinn haft áhrif hér og boltinn framhjá
42. mín
Varnarmenn Blika gera vel og spila Mariju Radojcic rangstæða
40. mín
Andrene Smith reynir skot en þa er vel framhjá
38. mín
Radulovic kemst aftur ein í gegn en Devine er vel vakandi, mætir henni og hirðir af henni boltann
38. mín
Aftur eru Andrea og Birta að vinna vel saman inn á teignum en vantar herslumuninn
37. mín
Andrea reynir stungu upp á Birtu en Radulovic er skrefinu á undan
35. mín
Sammy er felld inn í teig en ungverski dómarinn dæmir horn? Þetta hefði klárlega átt að vera víti
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Ilic tekur aukaspyrnu á eigin helming nýtir séer vindinn og lætur vaða á markið, Devine á þó ekki í neinum vandræðum með þennan bolta og grípur hann örugglega
29. mín
Skemmtilega þéttur pakki sem Spartak leggur upp með í varnarleiknum, eru stundum allar 11 inn í eigin teig!
26. mín
Heiðdís ísköld og tekur tvær á bara, við eigin markteig en hún svo sem lætur það bara líta mjög auðveldlega út og kemur boltanum á Karítas
23. mín
Andrea reynir stungu inn á Birtu en boltinn aðeins of fastur
20. mín
Þetta eru afar krefjandi aðstæður sem liðin eru að spila við hér í kvöld, það er hávaða rok! leikstíllinn er svolítið eftir því og gæðin í leiknum
19. mín
Þær reyna að taka horn en boltinn bara vill ekki vera kjurrr...
18. mín
Vaaaaaarslaaaaa Vá allt í einu var Vranic bara komin ein gegn Devine, en hún er hér bara með vörslu úr efstu hillu!
10. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Samantha Rose Smith
já já já! Sammy með fyrirgjöf, Agla María alein bara ræðst á boltann og lyftir honum upp í fjærhornið
8. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Allt samkvæmt plani hér, ná marki snemma og það gera þær! Agla með flotta sendingu inn á Andreu Rut sem setur hann fyrir, Birta lætur hann fara og það er svo engin önnur en Berglind Björg sem skorar
6. mín
Stupar nær að koma boltanum nánast í fyrsta skiptið yfir miðju og stingur honum inn á Vranic, Blikar eiga þó ekki í neinum vandræðum með þær og hirða af henni boltann
4. mín
Agla María með hörku fyrirgjöf á Birtu en hún nær ekki boltanum á markið
3. mín
Sammy á líklega fyrirgjöf en endar sem bara ágætis marktækifæri Kang á allavega í fullu fangi með að verja
2. mín
Sammy nær að koma boltanum inn á Öglu en varnamenn Spartak sterkir og stíga hana út
1. mín
Blikar sparka þessu af stað
Fyrir leik
Þetta er að hefjast! Liðin ganga hér inn á völlinn!

Ekta íslenskt skítaveður í boði hér á vellinum en vonandi er það bara edge-ið sem Blikar nota gegn gestunum
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Breiðablik
Nik heldur sama byrjunarliði og í leiknum gegn Víking, þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.


Spartak Subotica
Boris Arsic gerir 2x breytingar á sínu liði frá 0-5 sigri á Partizani í fyrstu umferðinni. Inn í liðið koma Sarantes og Petrovic en Malijkovic og Backovi setjast á bekkinn.

Mynd: UEFA

Fyrir leik
Spartak Subotica Koma heitar inn í þennan leik en þær ólíkt Blikunum tóku þátt í fyrstu umferð Evrópubikarsins þar sem þær unnu Albanska liðið Partizani samanlagt 8-0.

Spartak Subotica hefur einnig byrjað tímabilið í serbnesku Super deildinni mjög vel en þær hafa unnið alla 7 leiki sína og sitja því á toppnum með 21 stig.

Liðið hefur ríka sögu og hefur meðal annars þrettán sinnum unnið deildina og tekið bikarinn tíu sinnum. Þá hefur það náð þokkalegum árangri í Evrópu síðustu ár.

Þá er gaman að minnast á það að Marija Radojicic sem spilað hefur fyrir Fylki sl. 3 ár gekk til liðs við Spartak Subotica nú í haust og er í byrjunarliðinu í kvöld.



Fyrir leik
Breiðablik Nýkrýndir Íslandsmeistarar Breiðablik mæta í þennan leik með sætan 3-2 sigur á bakinu gegn Víkingi sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn sl. föstud.

Breiðablik hefur gert einstaklega vel í Bestu deildinni í sumar og var Íslandsmeistaratitillinn í raun aldrei í hættu. Nú þegar tveir leikir eru eftir í deildinni hafa þær unnið 17 leiki, gert 1 jafntefli og einungis tapað 3 (þar af þeir 2 leikir sem töpuðust eftir að deildinni var skipt upp).

Þær hafa markatöluna 83:22 eða 61+ mark! Það er að meðaltali 3,95 mörk skoruð í leik! Geri aðrir betur segi ég nú bara.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Breiðablik hefur töluverða reynslu af því að spila í Evrópukeppnum og nú í lok ágúst spiluðu þær í Meistaradeildinni. Sigruðu þær lið Athlone Town 3-1 en tapaði svo gegn feykisterku liði Twente.


Rætt var við Nik þjálfara Breiðabliks í gær um leikinn,

„Það er mikilvægt að stjórna taktinum til að byrja með, sérstaklega á heimavelli viltu stimpla þig vel inn. Við viljum gera það í öllum leikjum, sá eini sem við náðum ekki að gera það í var gegn Twente (í Meistaradeildinni) því þær eru á öðru getustigi og við þurftum að reyna stjórna þeim leik á annan hátt. Við viljum ná boltanum undir stjórn og spila á okkar tempói. Sá hraði sem við höfum spilað á í deildinni ætti að koma okkur á góðan stað."

„Þær spila svolítið öðruvísi bolta en sum af þeim liðum sem við höfum mætt á Íslandi. En að stærstum hluta býst ég við að við getum gert það sama og við gerum í deildinni. Þegar við erum með boltann býst ég við að þær muni falla til baka, reyna vera þéttar, gera okkur erfitt fyrir og sækja svo hratt á okkur. Við erum undirbúin undir það. Þegar við erum með boltann þurfum við að þvinga boltann inn í þau svæði sem við viljum, eins og við höfum gert í allt sumar gegn liðum í þriggja manna vörn því þær byggja upp með þrjár aftast. Við höfum farið aðeins í gegnum það og við ættum að vera eins vel undirbúin og hægt er."

Viðtal við Nik í heild sinni:
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
   07.10.2025 17:08
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni


Einnig var rætt við fyrirliðann Öglu Maríu

„Við erum mjög spenntar, gott að vera búnar að klára Íslandsmeistaratitilinn og Nik kynnti það helsta fyrir okkur í gær,"

„Þær eru með mjög tekníska leikmenn, góðar inn á miðsvæðinu. Við þurfum að vera þéttar og spila okakr leik. Það getur verið snúið að spila leiki á móti liðum sem maður hefur ekki mætt áður, verður svolítið öðruvísi. Það er mikilvægt fyrir okkur að ná í góð úrslit á morgun."

„Fullkomið plan á morgun væri að komast yfir snemma og helst vinna með nokkrum mörkum,"

Viðtalið við hana má sjá hér:
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
   07.10.2025 09:39
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum

Fyrir leik
Dómarateymi kvöldsins Dómararnir í kvöld koma allir frá Ungverjalandi.

Á flautunni í kvöld er Katalin Sipos og henni til halds og trausts eru Noemi Hegedus-Barath og Laura Emerencia Szabó aðstoðardómarar.

Fjórði dómari í kvöld er Eszter Urban

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Evrópa kallar! Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu þráðbeint frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Spartak Subotica frá Serbíu í Evrópubikar UEFA

Leikurinn hefst á slaginu 18:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Suhee Kang (m)
3. Natalija Petrovic
5. Violeta Slovic
6. Lana Radulovic
7. Sara Vranic
9. Soyi Kim
10. Zivana Stupar
11. Marija Radojicic
16. Jenifer Sarantes
17. Andrene Smith
22. Marija Ilic

Varamenn:
12. Dajana Mihajlovic (m)
2. Alina Baka
4. Lara Backovic
13. Iva Markovic
14. Andrea Jakovljevic
15. Gabrijela Jovic
18. Masa Antelj
20. Milana Golubovic

Liðsstjórn:
Boris Arsic (Þ)

Gul spjöld:
Natalija Petrovic ('73)

Rauð spjöld: