Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   þri 07. október 2025 16:40
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntar, gott að vera búnar að klára Íslandsmeistaratitilinn og Nik kynnti það helsta fyrir okkur í gær," segir Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í aðdraganda einvígisins gegn serbneska liðinu Spartak Subotica í Evrópubikarnum.

Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld og seinni leikurinn verður svo spilaður í Serbíu.

„Þær eru með mjög tekníska leikmenn, góðar inn á miðsvæðinu. Við þurfum að vera þéttar og spila okakr leik. Það getur verið snúið að spila leiki á móti liðum sem maður hefur ekki mætt áður, verður svolítið öðruvísi. Það er mikilvægt fyrir okkur að ná í góð úrslit á morgun."

Agla María er vön því að spila stóra leiki, bæði með Breiðabliki og íslenska landsliðið. Hún var spurð út í undirbúninginn kvöldið og daginn fyrir stóra leiki.

„Ósköp svipað, það er öðruvísi þegar maður er erlendis að spila, þá er ekki vinna og svoleiðis. Annars er þetta það hefðbundna bara, breyta sem minnstu, vinnan og svo fer með að keppa."

Evrópubikarinn er ný keppni og lið sem falla út úr forkeppni Meistaradeildarinnar geta fallið niður í þessa keppni. „Bæði fyrir íslenskan fótbolta og kvennafótboltann í heiminum finnst mér mjög jákvætt skref að vera loksins komin með deild fyrir neðan Meistaradeildina. Það er alveg frekar glatað fyrir hörkulið sem detta snemma út úr Meistaradeildinni að það sé ekkert framundan í Evrópu, mér finnst þetta því alveg mjög hvetjandi fyrirkomulag. Strákarnir fá séns eftir séns, en við höfum alltaf fengið einn séns, þannig það er rosa gott að það sé búið að koma á þessu fyrirkomulagi."

Hvað þýðir það fyrir Öglu Maríu að spila Evrópuleiki?

„Það er aðallega skemmtilegt, maður spilar á móti yfirleitt sömu liðunum í deildinni, gert það í mörg ár og þetta er extra; extra að fá að spila Evrópuleiki og extra að ferðast erlendis."

„Fullkomið plan á morgun væri að komast yfir snemma og helst vinna með nokkrum mörkum,"
segir fyrirliðinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Fótbolti.net.
Athugasemdir