PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 07. október 2025 16:40
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntar, gott að vera búnar að klára Íslandsmeistaratitilinn og Nik kynnti það helsta fyrir okkur í gær," segir Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í aðdraganda einvígisins gegn serbneska liðinu Spartak Subotica í Evrópubikarnum.

Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld og seinni leikurinn verður svo spilaður í Serbíu.

„Þær eru með mjög tekníska leikmenn, góðar inn á miðsvæðinu. Við þurfum að vera þéttar og spila okakr leik. Það getur verið snúið að spila leiki á móti liðum sem maður hefur ekki mætt áður, verður svolítið öðruvísi. Það er mikilvægt fyrir okkur að ná í góð úrslit á morgun."

Agla María er vön því að spila stóra leiki, bæði með Breiðabliki og íslenska landsliðið. Hún var spurð út í undirbúninginn kvöldið og daginn fyrir stóra leiki.

„Ósköp svipað, það er öðruvísi þegar maður er erlendis að spila, þá er ekki vinna og svoleiðis. Annars er þetta það hefðbundna bara, breyta sem minnstu, vinnan og svo fer með að keppa."

Evrópubikarinn er ný keppni og lið sem falla út úr forkeppni Meistaradeildarinnar geta fallið niður í þessa keppni. „Bæði fyrir íslenskan fótbolta og kvennafótboltann í heiminum finnst mér mjög jákvætt skref að vera loksins komin með deild fyrir neðan Meistaradeildina. Það er alveg frekar glatað fyrir hörkulið sem detta snemma út úr Meistaradeildinni að það sé ekkert framundan í Evrópu, mér finnst þetta því alveg mjög hvetjandi fyrirkomulag. Strákarnir fá séns eftir séns, en við höfum alltaf fengið einn séns, þannig það er rosa gott að það sé búið að koma á þessu fyrirkomulagi."

Hvað þýðir það fyrir Öglu Maríu að spila Evrópuleiki?

„Það er aðallega skemmtilegt, maður spilar á móti yfirleitt sömu liðunum í deildinni, gert það í mörg ár og þetta er extra; extra að fá að spila Evrópuleiki og extra að ferðast erlendis."

„Fullkomið plan á morgun væri að komast yfir snemma og helst vinna með nokkrum mörkum,"
segir fyrirliðinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner