Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 07. október 2025 16:40
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntar, gott að vera búnar að klára Íslandsmeistaratitilinn og Nik kynnti það helsta fyrir okkur í gær," segir Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í aðdraganda einvígisins gegn serbneska liðinu Spartak Subotica í Evrópubikarnum.

Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld og seinni leikurinn verður svo spilaður í Serbíu.

„Þær eru með mjög tekníska leikmenn, góðar inn á miðsvæðinu. Við þurfum að vera þéttar og spila okakr leik. Það getur verið snúið að spila leiki á móti liðum sem maður hefur ekki mætt áður, verður svolítið öðruvísi. Það er mikilvægt fyrir okkur að ná í góð úrslit á morgun."

Agla María er vön því að spila stóra leiki, bæði með Breiðabliki og íslenska landsliðið. Hún var spurð út í undirbúninginn kvöldið og daginn fyrir stóra leiki.

„Ósköp svipað, það er öðruvísi þegar maður er erlendis að spila, þá er ekki vinna og svoleiðis. Annars er þetta það hefðbundna bara, breyta sem minnstu, vinnan og svo fer með að keppa."

Evrópubikarinn er ný keppni og lið sem falla út úr forkeppni Meistaradeildarinnar geta fallið niður í þessa keppni. „Bæði fyrir íslenskan fótbolta og kvennafótboltann í heiminum finnst mér mjög jákvætt skref að vera loksins komin með deild fyrir neðan Meistaradeildina. Það er alveg frekar glatað fyrir hörkulið sem detta snemma út úr Meistaradeildinni að það sé ekkert framundan í Evrópu, mér finnst þetta því alveg mjög hvetjandi fyrirkomulag. Strákarnir fá séns eftir séns, en við höfum alltaf fengið einn séns, þannig það er rosa gott að það sé búið að koma á þessu fyrirkomulagi."

Hvað þýðir það fyrir Öglu Maríu að spila Evrópuleiki?

„Það er aðallega skemmtilegt, maður spilar á móti yfirleitt sömu liðunum í deildinni, gert það í mörg ár og þetta er extra; extra að fá að spila Evrópuleiki og extra að ferðast erlendis."

„Fullkomið plan á morgun væri að komast yfir snemma og helst vinna með nokkrum mörkum,"
segir fyrirliðinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner