
Shaktar Donetsk
0
0
Breiðablik

06.11.2025 - 17:45
Kraká, Pólland
Sambandsdeildin
Dómari: Andrei Chivulete (Rúmenía)
Kraká, Pólland
Sambandsdeildin
Dómari: Andrei Chivulete (Rúmenía)
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Damir leikur sína síðustu leiki fyrir Breiðablik í Evrópu
Að loknu þessu ævintýri Breiðabliks í Sambandsdeildinni mun liðið kveðja afar dyggan þjón er Damir Muminovic yfirgefur félagið.
Damir hefur leikið 370 leiki fyrir félagið samkvæmt Transfermarkt og verið lykilhlekkur í sigurliðum Breiðabliks á undanförnum árum.
Að loknu þessu ævintýri Breiðabliks í Sambandsdeildinni mun liðið kveðja afar dyggan þjón er Damir Muminovic yfirgefur félagið.
Damir hefur leikið 370 leiki fyrir félagið samkvæmt Transfermarkt og verið lykilhlekkur í sigurliðum Breiðabliks á undanförnum árum.
05.11.2025 09:30
Damir fær ekki nýjan samning hjá Breiðabliki

Fyrir leik
Ólafur Ingi fer yfir andstæðinginn
Breiðablik mætti til Póllands seinnipart mánudags og náði tveimur æfingum þar í landi, að sögn Ólafs Inga Skúlasonar þjálfara liðsins eru allir leikmenn klárir í bátana en hann á von á erfiðum leik. Fótbolti.net ræddi við Ólaf í gærdag fyrir leikinn stóra.
„Eins og flestir fótboltaáhugamenn vita er þetta hörkulið. Hörkufélag sem er með mikla reynslu á háu stigi í Evrópu, var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í mörg ár og unnið fjölda titla í Úkraínu. Þetta er gríðarlega sterkt lið með suðuramerískum áhrifum. Mikið af Brasilíumönnum í takt við úkraínska leikmenn.“
Það er sannarlega rétt að tengingar Shaktar við Suður Ameríku eru sterkar en alls eru 12 leikmenn frá Brasilíu í leikmannahópi liðsins fyrir þennan leik.
06.11.2025 10:00
Ólafur Ingi: Hörkulið með suðuramerísk áhrif - Munum þurfa að þjást
„Eins og flestir fótboltaáhugamenn vita er þetta hörkulið. Hörkufélag sem er með mikla reynslu á háu stigi í Evrópu, var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í mörg ár og unnið fjölda titla í Úkraínu. Þetta er gríðarlega sterkt lið með suðuramerískum áhrifum. Mikið af Brasilíumönnum í takt við úkraínska leikmenn.“
Það er sannarlega rétt að tengingar Shaktar við Suður Ameríku eru sterkar en alls eru 12 leikmenn frá Brasilíu í leikmannahópi liðsins fyrir þennan leik.

Fyrir leik
Blikar mæta heimilislausu toppliði sem Arda Turan stýrir
Það er erfitt verkefni sem bíður Breiðabliks þegar það mætir toppliði úkraínsku deildarinnar, Shaktar Donetsk, í Sambandsdeildinni. Leikurinn fer fram í Kraká í Póllandi.
Shaktar hefur skapað sér nafn fyrir góðan árangur í Evrópukeppnum en stjóri liðsins er kunnur kappi, Arda Turan, fyrrum leikmaður Galatasaray, Atletico Madrid, Barcelona og tyrkneska landsliðsins.
Turan tók við Shaktar fyrr á þessu ári en það er hans annað stjórastarf, eftir að hann stýrði Eyüpspor í Istanbúl. Shaktar er á toppi úkraínsku deildarinnar en liðið náði fjögurra stiga forystu með því að vinna Dynamo Kiev í stórleik um liðna helgi.
Heimilislausir vegna stríðsins
Sumarið 2009 var nýr og glæsilegur heimavöllur Shaktar í Donetsk tekinn í notkun, Donbas Arena. Hann hefur hinsvegar staðið auður og ekki verið í notkun síðan 2014 vegna stríðsástandsins í landinu en Donetsk hefur orðið rækilega fyrir barðinu á því.
Liðið hefur verið að flakka með að spila heimaleiki sína í Lviv, Kharkiv eða Kiev en höfuðstöðvar félagsins og æfingasvæði er nú í Kiev. Þar sem UEFA heimilar ekki Evrópuleiki í Úkraínu er Shaktar að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í Kraká í Póllandi.
Þar spilar Breiðablik gegn Shaktar í dag. Blikar eru með eitt stig í Sambandsdeildinni eftir tvær umferðir en Shaktar hefur þrjú stig.

Shaktar hefur skapað sér nafn fyrir góðan árangur í Evrópukeppnum en stjóri liðsins er kunnur kappi, Arda Turan, fyrrum leikmaður Galatasaray, Atletico Madrid, Barcelona og tyrkneska landsliðsins.
Turan tók við Shaktar fyrr á þessu ári en það er hans annað stjórastarf, eftir að hann stýrði Eyüpspor í Istanbúl. Shaktar er á toppi úkraínsku deildarinnar en liðið náði fjögurra stiga forystu með því að vinna Dynamo Kiev í stórleik um liðna helgi.
Heimilislausir vegna stríðsins
Sumarið 2009 var nýr og glæsilegur heimavöllur Shaktar í Donetsk tekinn í notkun, Donbas Arena. Hann hefur hinsvegar staðið auður og ekki verið í notkun síðan 2014 vegna stríðsástandsins í landinu en Donetsk hefur orðið rækilega fyrir barðinu á því.
Liðið hefur verið að flakka með að spila heimaleiki sína í Lviv, Kharkiv eða Kiev en höfuðstöðvar félagsins og æfingasvæði er nú í Kiev. Þar sem UEFA heimilar ekki Evrópuleiki í Úkraínu er Shaktar að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í Kraká í Póllandi.
Þar spilar Breiðablik gegn Shaktar í dag. Blikar eru með eitt stig í Sambandsdeildinni eftir tvær umferðir en Shaktar hefur þrjú stig.
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:


