Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir fær ekki nýjan samning hjá Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, næstleikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks, fær, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, ekki nýjan samning hjá félaginu. Samningur hans rennur út í lok árs og á hann því einungis fjóra leiki í Sambandsdeildinni eftir af ferli sínum í Breiðabliki.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Damir nokkrum sinnum í haust óskað eftir því að fá svör varðandi sína framtíð en honum haldið í óvissu.

Damir hefur samkvæmt Transfermarkt spilað 370 leiki fyrir Breiðablik og einungis Andri Rafn Yeoman hefur spilað fleiri. Hann hefur frá komu sinni í Breiðablik árið 2014 verið einn öflugasti varnarmaður efstu deildar.

Hann er 35 ára miðvörður sem sneri aftur í Breiðablik í sumar eftir hálft ár í Singapúr. Frá endurkomu sinni í Breiðablik hefur hann komið við sögu í öllum leikjunum og byrjað þá alla nema einn.

Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir hjá Breiðabliki og hafa einungis sex af þessum sex af þessum 21 leik unnist og þar af er tveir gegn Virtus frá San Marinó.

Framundan er leikur gegn Shakhtar Donetsk í Sambandsdeildinni. Liðin mætast í Kraká á morgun og hefst sá leikur klukan 17:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner