Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. september 2012 14:30
Fótbolti.net
Liðið mitt: Pressulið Íslands
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkeppnin er meiri en oft áður í íslenska landsliðshópnum. Til gamans setti Fótbolti.net saman með aðstoð álitsgjafa sérstakt „Pressulið" landsliðsins skipuðum þeim leikmönnum sem voru ekki valdir í hóp hjá Lars Lagerback í síðustu verkefnum.

Þeir leikmenn sem voru í upphaflega hópnum en þurftu að draga sig út komu ekki til greina í liðið.



Stefán Logi Magnússon - Lilleström
Klárlega einn af þremur bestu markvörðum Íslands í dag. Er á meiðslalistanum núna og spilar ekki meira á árinu eftir að hafa farið í aðgerð á hné.

Skúli Jón Friðgeirsson - Elfsborg
Er að stíga upp úr meiðslum. Mjög fjölhæfur leikmaður sem getur til dæmis verið til taks til að leysa bakvörðinn og miðvörðinn.

Hallgrímur Jónasson - SönderjyskE
Hefur leikið mjög vel í síðustu landsleikjum sem hann hefur spilað. Þurfti að draga sig út úr landsliðshópnum fyrir Færeyjarleikinn þar sem hann hafði ekki jafnað sig almennilega af meiðslum.

Jón Guðni Fjóluson - Sundsvall
Var settur í frystiklefann hjá Beerschot í Belgíu en hefur sýnt það að mikið býr í honum. Er nú kominn til Svíþjóðar þar sem hann fær líklega að spila mikið.

Hjörtur Logi Valgarðsson - Gautaborg
Hefur líkt og félagslið hans átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. Þó sá leikmaður sem flestir horfa til í að leysa helstu „vandræðastöðu" íslenska liðsins.

Ólafur Ingi Skúlason - Zulte-Waregem
Leikur í Belgíu með liði Zulte-Waregem sem fór vel af stað í deildinni en hefur tapað síðustu tveimur leikjum. Býr yfir fínni reynslu með 16 A-landsleiki að baki ásamt leikjum fyrir öll yngri landsliðin.

Eiður Smári Guðjohnsen - Án liðs
Lagerback sagði að Eiður þyrfti að finna sér lið ef hann ætlaði að vera í landsliðshópnum í undankeppni HM. Semur líklega við Seattle Sounders í Bandaríkjunum í vikunni. Hefur enn mikið fram að færa.

Arnór Smárason - Esbjerg
Öflugur leikmaður sem var í hópnum gegn Færeyjum en datt út fyrir síðustu leiki. Leikur með Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en liðið er á botninum eftir átta umferðir.

Steinþór Freyr Þorsteinsson - Sandnes Ulf
Mættur í norsku úrvalsdeildina með liði sínu Sandnes Ulf. Hefur vakið athygli í norska boltanum og getur veitt Aroni Einari Gunnarssyni samkeppni í innköstunum!

Aron Jóhannsson - AGF
Hefur mikið verið í umræðunni en segist taka Ísland framyfir Bandaríkin. Verið sjóðheitur í danska boltanum en Lagerback telur að hann sé ekki alveg tilbúinn fyrir landsliðið ennþá.

Heiðar Helguson - Cardiff
Íþróttamaður ársins væri pottþétt í landsliðinu ef Lagerback gæti valið hann. Heiðar hefur því miður lagt landsliðsskóna á hilluna og ekkert bendir til þess að þeir verði teknir þaðan enda er hann ekki að fara að yngjast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner