Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fös 26. apríl 2024 10:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Björg í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals og er komin með leikheimild fyrir leik liðsins gegn Þrótti í Bestu deildinni á morgun.

Fótbolti.net greindi frá því fyrir rúmum tveimur vikum síðan að Berglind væri á leiðinni í Val frá franska stórliðinu PSG. Samningur hennar við PSG átti að renna út í sumar.

Landsliðsframherjinn er að snúa til baka eftir barneign og verður fróðlegt að sjá hvenær hún snýr aftur á völlinn. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í desember.

Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum

Hún hefur komið víða við á sínum ferli, lék með PSV í Hollandi, AC Milan og Hellas Verona á Ítalíu, Brann í Noregi, Le Havre og PSG í Frakklandi og Hammarby í Svíþjóð. Á Íslandi hefur hún leikið með Breiðabliki, ÍBV og Fylki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner