Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. ágúst 2015 14:15
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Bestur í 15. umferð: Lífið á Íslandi er fullkomið
Jose Sito (ÍBV)
Sito í leiknum á Leiknisvelli.
Sito í leiknum á Leiknisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í baráttunni við Sindra Björnsson.
Í baráttunni við Sindra Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öðru markinu fagnað.
Öðru markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn gegn Leikni var erfiður. Ég tel ekki að ég hafi sýnt minn besta leik því það var mikið af löngum sendingum og boltinn var ekki lengi í senn á miðsvæðinu," segir Jose Sito, leikmaður ÍBV, sem valinn hefur verið leikmaður umferðarinnar.

Þessi 26 ára Spánverji skoraði bæði mörkin fyrir ÍBV sem vann 2-0 sigur í fallbaráttuslag gegn Leikni. Með þessum sigri komst ÍBV upp úr fallsæti og hafði sætaskipti við Breiðholtsliðið.

Sito kom til ÍBV í glugganum og er kominn með fjögur mörk eftir fyrstu fjóra leiki sína í hvíta búningnum.

„Ég er ánægður með úrslitin og það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að ná í þrjú stig. Að auki er ég ánægður með að hafa skorað en mikilvægast er að ná að hjálpa liðinu," segir Sito.

„Gæðin í fótboltanum hér á Íslandi eru ansi góð og fótboltinn er á hraðri uppleið. Það eru margir góðir leikmenn í deildinni. Þetta er taktísk deild og leikirnir á háu tempói."

Gunnar er alltaf að hjálpa
Sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom einnig til ÍBV í glugganum og er Sito ánægður með samvinnuna með honum.

„Gunnar er alltaf að hjálpa mér og gefur mér góðar leiðbeiningar svo ég geti bætt mig á hverjum degi. Ég lít á hann sem fyrirmynd fyrir mig og reyni að læra sem mest af honum því hann er gríðarlega hæfileikaríkur fótboltamaður. Hann gerir hlutina auðveldari fyrir mig, ekki bara með leiðbeiningum heldur einnig hvernig hann spilar."

Erum jákvæðir og bjartsýnir
Eins og áður sagði náði ÍBV að komast upp úr fallsæti með sigrinum en liðið er stigi fyrir ofan Leikni. Framundan er hörð fallbarátta.

„Aðalmarkmiðið út tímabilið er að tryggja veru okkar í Pepsi-deildinni fyrir næsta tímabil. Það verður erfitt því það eru mörg lið í baráttunni en við höfum æft vel og erum jákvæðir og bjartsýnir á að halda sæti okkar," segir Sito.

En af hverju kom hann til Íslands?

„Ég kom í þessa deild því það var gott tækifæri að spila í efstu deild á Íslandi. Ég hafði einnig möguleika á að spila í Danmörku en það var betri kostur að koma hingað. Vestmannaeyjar er góður staður, fólkið vingjarnlegt og það hefur tekið vel á móti mér. Lífið á Íslandi er fullkomið, ég get einbeitt mér 100% að fótboltanum og það er jákvætt. Ísland er gott land og deildin hér sífellt að verða sterkari."

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner