Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 06. ágúst 2015 14:25
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 14. umferð: „Á von á því að hann fari út eftir sumarið"
Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Kristinn Jónsson í baráttunni.
Kristinn Jónsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru ekki margir vinstri bakverðir sem eru eins og Kiddi," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, um leikmann umferðarinnar. Kristinn Jónsson var bestur í 14. umferð en hann var magnaður í 4-0 sigri gegn Keflavík.

Kristinn er valinn leikmaður umferðarinnar í annað sinn í sumar en auk þess var hann valinn besti leikmaður umferða 1-11 í Pepsi-deildinni.

„Hann er langbesti sóknarbakvörðurinn hér á Íslandi. Upp á síðkastið hefur hann líka verið að verjast gríðarlega vel. Það hefur kannski verið hans veikasti hlekkur sem er eðlilegt í ljósi þess að hann fer svo mikið fram á við. Þá kemur það fyrir að boltinn tapast og þú ert ekki á staðnum," segir Arnar.

„Þetta er líka afar flottur drengur, er alveg 110%. Hann lifir fyrir fótbolta og er flottur í klefanum. Hann leggur upp mikið af mörkum og er sjálfur búinn að skora tvö. Hann er að verða betri og betri og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika. Ég á von á því að hann fari erlendis eftir tímabilið ef hann heldur svona áfram."

Erum að koma okkur inn í baráttuna
Arnar hefur notað gluggann til að auka bit Blika sóknarlega og fékk Jonathan Glenn í Kópavoginn. Glenn skoraði fyrsta mark leiksins í gær en eftir sigurinn eru Blikar í þriðja sæti með 26 stig, stigi á eftir KR og fjórum stigum frá FH sem er á toppnum.

„Við vorum að spila vel í gær og sköpuðum mikið af færum. Við hefðum hæglega getað skorað fleiri en þessi fjögur mörk. Það er bara jákvætt. Við erum aftur að koma okkur inn í þessa baráttu en það er mikið eftir af þessu móti. Það er virkilega jákvætt að fá Jonathan inn í þetta. Hann kemur með smá aukavídd," segir Arnar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner