Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. ágúst 2015 14:20
Hafliði Breiðfjörð
Bestur í 17. umferð: Held að það sé ekki alvarlegt
Leikmaður 17. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Patrick fagnar marki í sumar.
Patrick fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum vel sem lið og ég skoraði loksins á ný eftir nokkrar umferðir án marks. Þða var léttir," sagði Patrick Pedersen framherji Vals við Fótbolta.net í dag.

Patrick er leikmaður 17. umferðar í Pepsi-deildinni en hann skoraði tvö mörk og lagði upp tvö að auki í 4-2 sigri Vals á Fylki í fyrradag.

Patrick var tæpur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR á dögunum vegna meiðsla en hann náði á endanum að spila og hjálpa Val að landa bikarmeistaratitlinum.

„Þetta var stærsti leikur tímabilsins og auðvitað hafði ég áhyggjur af því að missa af honum. Ég fór í sprautu fyrir leikinn og fann ekkert í leiknum nema undir lokin. Ég er ánægður með að hafa spilað þann leik."

Patrick byrjaði á bekknum gegn Fjölni í síðustu viku eftir bikarleikinn. „Ég fann talsvert mikið til eftir leikinn svo það var ákveðið að ég myndi hvíla aðeins meira fyrir leikinn gegn Fylki. Ég fann ekkert í fætinum fyrir eða eftir leikinn gegn Fylki. Ég fékk reyndar högg á hinn fótinn í fyrri hállfleik og það var óheppilegt. Ég held samt að það sé ekki alvarlegt."

Valsmenn eru eftir sigurinn á Fylki með 28 stig í 4. sæti Pepsi-deildarinnar en sex stig eru upp í þriðja sætið.

„Við ætlum að reyna að ná KR. Við eigum þá í næstu umferð. Við viljum reyna að ná 3. sætið og ég tel að það sé mögulegt ef við náum þremur stigum gegn KR."

Patrick og Jonathan Glenn eru jafnir með tíu mörk á lista yfir markahæstu menn Pepsi-deildarinnar og útlit er fyrir að þeir tveir muni berjast um gullskóinn í lokaumferðunum.

„Hann hefur skorað mikið að undanförnu og það er gott hjá honum. Við sjáum til í lokin hver vinnur gullskóinn. Ég reyni áfram að skora mörk og vinna leiki."

Patrick er samningsbundinn út næsta ár hjá Val en er möguleiki á að hann rói á önnur mið?

„Eins og staðan er núna þá er ég hér og einbeiting mín er á Val. Ef eitthvað félag kemur með tilboð þá er það ákvörðun Vals en ekki mín. Við sjáum hvernig þetta fer en einbeiting mín er á Val núna," sagði Patrick sem vildi ekki tjá sig um það hvort hann viti af áhuga erlendis frá.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner