Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 31. ágúst 2015 10:00
Alexander Freyr Tamimi
Bestur í 18. umferð: Mórallinn alltaf verið góður
Leikmaður 18. umferðar: Kassim Doumbia
Kassim Doumbia átti flottan leik gegn Víkingi.
Kassim Doumbia átti flottan leik gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kassim Doumbia, varnarmaður FH, átti frábæran leik í 1-0 sigri liðsins gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Hann er leikmaður 18. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fótbolta.net.

Kassim hefur glímt við meiðsli en kom virkilega sterkur inn í vörnina hjá FH-ingum í kvöld. Liðið er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar og titillinn færist nær Krikanum.

„Það var virkilega mikilvægt að vinna í kvöld. Mér fannst við vera meira með boltann í fyrri hálfleiknum en þetta var jafnara í seinni hálfleik. En að mínu mati spiluðum við vel og áttum skilið að vinna,“ sagði Kassim við Fótbolta.net, en eina mark leiksins kom frá Steven Lennon af vítapunktinum.

Kassim var ánægður með eigin frammistöðu gegn Víkingum, en hann hélt sóknarmönnunum vel í skefjum.

„Ég er ánægður með eigin frammistöðu því ég er að koma aftur úr meiðslum. Ég spilaði minn leik og við héldum hreinu og það er jákvætt fyrir móralinn,“ sagði Kassim sem hrósaði Víkingi.

„Víkingur er gott lið, þeir spila góðan fótbolta en verjast líka vel. Þeir eru með leikmenn sem geta gert gæfumuninn í skyndisóknum og maður á mann. Mér fannst þetta vera erfiður leikur.“

Fjórir úrslitaleikir eftir
Andstæðingar FH í toppbaráttunni, Breiðablik og KR, gerðu bæði jafntefli í kvöld og Kassim viðurkennir að það sé jákvætt. Hann segir titilinn þó alls ekki vera í höfn fyrir FH.

„Auðvitað erum við ánægðir með að KR og Breiðablik hafi tapað stigum, en við verðum bara að horfa á okkur sjálfa, þetta er allt undir okkur komið. Við verðum bara að vinna alla leiki sem við eigum eftir. Það eru sjö stig á milli okkar og KR og sex stig á milli okkar og Breiðabliks, en þetta er alls ekki búið og það eru fjórir leikir eftir. Við lítum á alla fjóra leiki sem úrslitaleiki, þetta er ekki búið,“ segir Kassim.

FH-ingar hafa verið gagnrýndir á tímabilinu fyrir hugarfar sitt inni á vellinum og rætt hefur verið um að mórallinn hjá liðinu hafi ekki verið eins og best verður á kosið í sumar. Því neitar Kassim.

„Mórallinn hefur alltaf verið góður hjá FH, þetta eru bara orðrómar. Í fótbolta koma erfiðir tímar og það koma tímar þar sem allt gengur vel,“ sagði Kassim að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner
banner