Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
„Við vissum hvað við vorum að fara út í, mæta liði sem var kannski ekki upp á sitt besta," segir sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson í Stjörnunni. Guðjón skoraði þrennu í 7-0 sigri Garðabæjarliðsins gegn Keflavík og er leikmaður umferðarinnar.
„Það er hættulegt að fara í svona leiki. Það er hætta á að menn detti á lágt plán sjálfur. Við ákváðum að gefa allt í þetta frá fyrstu mínútu. Við náðum inn marki snemma og þá rúllaði þetta áfram."
„Þetta var kærkomið fyrir mig persónulega. Það var langt síðan ég setti þrennu síðast og bara langt síðan ég hafði náð að skora tvo leiki í röð. Það hefur verið smá þurrð hjá mér en það er leiðinlegt að tímabilið sé að enda því ég er farinn að hafa gaman að því að spila fótbolta aftur og er kominn í form."
Tímabilið hefur verið vonbrigði fyrir Garðbæinga en liðið hefur náð að sýna sitt rétta andlit í síðustu leikjum.
„Við höfum fundið taktinn. Þegar ég kom heim var búið að vera ströggl og síðan hefur verið reynt að finna rétta taktinn í liðinu. Það hefur verið að gerast núna. Við höfum eitthvað að vinna með í vetur, það er einn leikur eftir sem við ætlum að klára og þá getum við farið nokkuð sáttir inn í veturinn. Það gerir hlutina auðveldari."
Silfurskeiðin var flott í leiknum gegn Keflavík og naut síðustu 90 mínútna Stjörnunnar sem Íslandsmeistara. Það var mikið sungið og skemmt sér í stúkunni.
„Þeir eru alltaf glæsilegir. Það sýnir sig bara hversu góðir stuðningsmenn þeir eru. Sama þó við höfum að engu að keppa þá syngja þeir og hvetja okkur áfram. Silfurskeiðin átti skilið að fá veislu í síðasta heimaleiknum," segir Guðjón Baldvinsson.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
20. umferð: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
19. umferð: Steven Lennon (FH)
18. umferð: Kassim Doumbia (FH)
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir