lau 29. apríl 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 7. sæti
Framarar enduði í 6. sæti í fyrra.  Þeim er spáð 7. sæti í ár.
Framarar enduði í 6. sæti í fyrra. Þeim er spáð 7. sæti í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ivan Bubalo er áfram í framlínu Fram.
Ivan Bubalo er áfram í framlínu Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sigurpáll Melberg Pálsson.
Sigurpáll Melberg Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Fram 124 stig
8. Haukar 120 stig
9. HK 93 stig
10. ÍR 54 stig
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

7. Fram
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í Inkasso-deildinni
Framarar náðu ekki að rífa sig upp í toppbaráttunni í Inkasso-deildinni í fyrra. Liðið sigldi afar lygnan sjó í fyrra og endaði í 6. sæti að lokum. Fram er síðan spáð svipuðu gengi í ár.

Þjálfarinn: Ásmundur Arnarsson þjálfar lið Fram annað árið í röð. Ásmundur er reyndur þjálfari en á ferlinum hefur hann meðal annars stýrt Fjölni, Fylki og ÍBV.

Styrkleikar: Ásmundur er á öðru ári sínu með liðið og eftir tíðar þjálfarabreytingar hjá Fram þá er loksins kominn þjálfari sem fær tíma til að koma handbragði sínu á liðið. Simon Smidt átti fína takta inn á milli með ÍBV í Pepsi-deildinni í fyrra og þessi danski kantmaður á að hjálpa til við að búa til fleiri mörk hjá Fram eftir litla markaskorun liðsins í fyrra. Breiddin er fín í hópnum og talsverð samkeppni um stöður í byrjunarliðinu víðsvegar á vellinum.

Veikleikar: Leikmenn hafa komið og farið eins og á umferðarmiðstöð hjá Fram undanfarin ár. Í líklegu byrjunarliði í ár er einungis einn leikmaður sem spilaði með Fram árið 2015. Öllu færri breytingar eru þó á hópnum í vetur miðað við oft áður. Bras var á vörninni á undirbúningstímabilinu en Framarar fengu mikið af mörkum á sig í Lengjubikarnum. Fram vann einungis einn útileik í fyrra og liðið þarf að bæta þann árangur í sumar ef stefnan er sett á toppbaráttuna.

Lykilmenn: Dino Gavric, Sigurpáll Melberg Pálsson og Simon Smidt.

Gaman að fylgjast með: Alex Freyr Elísson er efnilegur kant og sóknarmaður sem spilaði talsvert í fyrra. Sýndi góða takta á undirbúningstímabilinu og gæti stimplað sig inn í Fram liðið í sumar.

Komnir
Atli Gunnar Guðmundsson frá Hugin
Benedikt Októ Bjarnason frá ÍBV
Guðmundur Magnússon frá Keflavík
Hlynur Örn Hlöðversson frá Breiðabliki á láni
Högni Madsen frá B36 í Færeyjum
Simon Smidt frá ÍBV

Farnir
Arnar Sveinn Geirsson í Val
Bojan Stefán Ljubicic (Var á láni)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Breiðablik (Var á láni)
Hafþór Mar Aðalgeirsson í Völsung
Hafþór Þrastarson í Selfoss
Ivan Parlov
Ósvald Jarl Traustason í Breiðablik (Var á láni)
Sam Tillen í FH (Var á láni)
Sigurður Hrannar Björnsson í Aftureldingu
Stefano Layeni

Fyrstu leikir Fram
5. maí HK - Fram
12. maí Fram - Haukar
20. maí Leiknir R. - Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner