Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   þri 25. apríl 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 12. sæti
Grótta endaði í 2. sæti í 2. deildinni í fyrra.
Grótta endaði í 2. sæti í 2. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Viktor Smári Segatta skoraði tólf mörk í 2. deildinni í fyrra.
Viktor Smári Segatta skoraði tólf mörk í 2. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Agnar Guðjónsson er ungur og efnilegur.
Agnar Guðjónsson er ungur og efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Grótta 35 stig

12. Grótta
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 2. deild
Grótta endaði í 2. sæti í 2. deildinni í fyrra og vann sér þannig sæti í Inkasso-deildinni. Grótta hefur frá því árið 2008 farið þrívegis upp í nætefstu deild en stoppað stutt við. Ná Seltirningar að halda sæti sínu í sumar?

Þjálfarinn: Þórhallur Dan Jóhannsson tók við þjálfun Gróttu eftir síðasta tímabil af Úlfi Blandon sem tók við kvennaliði Vals. Þórhallur Dan hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari hjá Haukum en hann þjálfaði áður meistaraflokk hjá Álftanesi.

Styrkleikar: Grótta fékk einungis 16 mörk á sig í 2. deildinni í fyrra og varnarleikurinn verður áfram aðalsmerki liðsins í sumar þó að hann hafi verið að hiksta á undirbúningstímabilinu. Guðmundur Marteinn Hannesson, fyrirliði, er reyndur í hjarta varnarinnar og bakvið hann er Terrance William Dieterich kominn í markið. Grótta náði fínum árangri á útivöllum í fyrra en liðið fór einungis einu sinni heim á leið með tap á bakinu.

Veikleikar: Grótta hefur lítið bætt við sig af mannskap í vetur og óvíst er hvort hópurinn sé nægilega sterkur til að halda sæti sínu í Inkasso-deildinni. Viktor Smári Segatta skoraði yfir þriðjung marka Gróttu í fyrra en hann hefur lítið verið með í vetur. Vont fyrir sóknarleikinn. Grótta hefur flakkað á milli þess að vera í Inkasso-deildinni og 2. deildinni undanfarin ár og gengið illa að festa sig í sessi í næstefstu deild.

Lykilmenn: Guðmundur Marteinn Hannesson, Ingólfur Sigurðsson, Terrance William Dieterich.

Gaman að fylgjast með: Tvíburabræðurnir Agnar og Dagur Guðjónssynir áttu fast sæti í liðinu í fyrra. Agnar er sprækur vinstri kantmaður sem skoraði tvö mörk í Lengjubikarnum. Dagur hefur hins vegar lítið verið með í vetur.

Komnir:
Alexander Kostic frá ÍR
Andri Már Hermannsson frá ÍR
Andri Þór Magnússon frá Fjarðabyggð
Axel Fannar Sveinsson (Var á láni)
Ingólfur Sigurðsson frá KH
Jón Ivan Rivine (Var á láni)
Patrik Atlason frá Njarðvík
Terrance William Dieterich frá Haukum

Farnir:
Ási Þórhallsson í Keflavík (Var á láni)
Bessi Jóhannsson - Slitið krossband
Brynjar Kristmundsson í Fram (Var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner