Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 25. apríl 2017 17:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 11. sæti
Leiknismenn fögnuðu vel eftir ótrúlegan 7-2 sigur á HK í lokaumferðinni í fyrra.
Leiknismenn fögnuðu vel eftir ótrúlegan 7-2 sigur á HK í lokaumferðinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefán Pétursson fyrirliði Leiknis.
Björgvin Stefán Pétursson fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hilmar Freyr Bjartþórsson er í lykilhlutverki.
Hilmar Freyr Bjartþórsson er í lykilhlutverki.
Mynd: Raggi Óla
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

11. Leiknir F.
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 1. deild
Leiknir Fáskrúðsfirði bjargaði sæti sínu í Inkasso-deildinni í fyrra á eftirminnilegan hátt. Leiknismenn unnu síðustu tvo leiki sína og björguðu sér á markatölu með 7-2 sigri á HK í lokaumferðinni. Einn magnaðist viðsnúningur síðari ára því bæði fyrir næstsíðustu og síðustu umferðina var útlitið mjög dökkt hjá Fáskrúðsfirðingum.

Þjálfarinn: Viðar Jónsson þjálfar lið Leiknis líkt og undanfarin fjögur ár. Viðar spilaði í áraraðir með Leikni á sínum tíma en hann lagði skóna endanlega á hilluna árið 2010. Viðar þjálfaði einnig meistaraflokk kvenna hjá Leikni á sínum tíma.

Styrkleikar: Kjarni heimamanna er þéttur á Fáskrúðsfirði og það er magnað að þetta tæplega 700 manna bæjarfélag sé annað árið í röð í næstefstu deild. Umgjörðin í kringum liðið er góð auk þess sem erlendir leikmenn komu fyrr á Fáskrúðsfjörð fyrir þetta tímabil heldur en oft áður. Minna er því um breytingar á liðinu rétt fyrir mót. Reynslubanki leikmanna stækkaði mikið í Inkasso-deildinni í fyrra og Leiknismenn vita betur við hverju má búast í deildinni í sumar.

Veikleikar: Leiknismenn enduðu með eitt stig og markatöluna 4-22 í fimm leikjum í Lengjubikarnum og spilamennskan þar var upp og ofan. Varnarleikurinn virkaði ótraustur í leikjum á undirbúningstímabilinu. Kristófer Páll Viðarsson skoraði tíu mörk og bjargaði Leikni frá falli með fjórum mörkum í lokaumferðinni í fyrra. Hann verður líklega andstæðingur Leiknis í sumar því hann er á leið í Fylki.

Lykilmenn: Hilmar Freyr Bjartþórsson, Jesus Guerrero Suarez og Robert Winogrodzki.

Gaman að fylgjast með: Kifah Moussa Mourad, fæddur 2000, spilaði átta leiki í Inkasso-deildinni í fyrra. Efnilegur kantmaður sem gæti fengið fleiri tækifæri í ár.

Komnir:
Carlos Carrasco Rodriguez frá Spáni
Javier Angel Del Cueto frá Spáni
Kristinn Justiniano Snjólfsson frá Sindra
Robert Winogrodzki frá Þýskalandi
Sigurður Kristján Friðriksson frá Fram
Sverrir Bartolozzi frá Stjörnunni (Á láni)

Farnir:
Adrian Murcia til Spánar
Andres Salas Trenas til Spánar
Anto Pejic til Króatíu
Antonio Calzado Arevalo til Spánar
Dagur Már Óskarsson í Magna
Garðar Logi Ólafsson í Víking R.
Ignacio Poveda Gaona til Spánar
Jose Omar Rocamora til Spánar
Kristófer Páll Viðarsson í KA
Athugasemdir
banner
banner