Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 28. apríl 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 8. sæti
Haukar sigldu lygnan sjó í fyrra.
Haukar sigldu lygnan sjó í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Björgvin Stefánsson er mættur aftur á heimaslóðir á Ásvöllum.
Björgvin Stefánsson er mættur aftur á heimaslóðir á Ásvöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson miðjumaður Hauka.
Aron Jóhannsson miðjumaður Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Haukar 120 stig
9. HK 93 stig
10. ÍR 54 stig
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

8. Haukar
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í Inkasso-deildinni
Eftir að hafa verið nálægt toppbaráttunni árið 2015 þá var síðasta tímabil ekki alveg jafn öflugt hjá Haukum. Liðið sigldi þó lygnan sjó og endaði í 5. sæti deildarinnar.

Þjálfarinn: Stefán Gíslason tók við Haukum af Luka Kostic eftir síðasta tímabil. Stefán er fyrrum landsliðs og atvinnumaður en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Breiðabliki undanfarin ár.

Styrkleikar: Björgvin Stefánsson og Elton Barros gætu myndað eina öflugustu framlínu deildarinnar í ár. Björgvin var á láni hjá Val og Þrótti í fyrra eftir að hafa raðað inn mörkum árið 2015. Kjarninn í hópnum hefur spilað lengi saman og leikmenn þekkja hvorn annan inn og út. Það er erfitt fyrir lið að mæta á teppið á Ásvöllum en Haukar hafa sótt langstærstan hluta af stigunum sínum þar undanfarin tvö tímabil og tapað fáum leikjum.

Veikleikar: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur verið akkerið í vörn Hauka en hann fór í Víking í vetur. Stefán þjálfari er óreyndur en hann hefur ekki reynslu af því að þjálfa meistararaflokk. Spennandi verður að sjá hvernig honum vegnar í sumar. Haukar unnu einungis einn leik í Fótbolta.net mótinu og Lengjubikarnum og koma því alls ekki fljúgandi inn í mótið.

Lykilmenn: Aron Jóhannsson, Björgvin Stefánsson og Elton Barros.

Gaman að fylgjast með: Þórir Jóhann Helgason er ungur og efnilegur miðjumaður sem er fæddur árið 2000. Fékk tækifæri í Lengjubikarnum í vetur.

Komnir:
Baldvin Sturluson frá Þrótti R.
Björgvin Stefánsson (Var í láni)
Davíð Sigurðsson frá ÍH
Trausti Sigurbjörnsson frá Þrótti R.

Farnir:
Dagur Dan Þórhallsson til Gent
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson í Víking R.
Hákon Ívar Ólafsson í Grindavík (Var á láni)
Terrance William Dieterich í Gróttu

Fyrstu leikir Hauka
6. maí Þróttur R. - Haukar
12. maí Fram - Haukar
21. maí Haukar - ÍR
Athugasemdir
banner
banner
banner