Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. apríl 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 9. sæti
HK vann B-deild Fótbolta.net mótsins í vetur.
HK vann B-deild Fótbolta.net mótsins í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arnar Freyr Ólafsson markvörður HK og Leifur Andri Leifsson fyrirliði.
Arnar Freyr Ólafsson markvörður HK og Leifur Andri Leifsson fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Freyr Hallsson.
Ágúst Freyr Hallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. HK 93 stig
10. ÍR 54 stig
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

9. HK
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í Inkasso-deildinni
HK endaði í 9. sæti í Inkasso-deildinni í fyrra. Falldraugurinn var lengi á sveimi í Kópavogi og HK tryggði ekki sæti sitt í deildinni fyrr en í næstsíðustu umferð.

Þjálfarinn: Jóhannes Karl Guðjónsson tók við HK af Reyni Leóssyni síðastliðið sumar. Jóhannes Karl hafði áður verið spilandi aðstoðarþjálfari hjá HK en hann er fyrrum landsliðs og atvinnumaður.

Styrkleikar: Mun minni breytingar eru á hópnum en oft áður. Kjarninn í byrjunarliðinu er að miklu leyti sá sami og á síðasta tímabili og leikmenn ættu að þekkjast vel. HK vann B-deild Fótbolta.net mótsins og gekk ágætlega í Lengjubikarnum. Liðið kemur því með fínt sjálfstraust inn í mótið. Ásgeir Marteinsson er kominn heim í Kópavoginn eftir dvöl hjá ÍA og Fram og hann styrkir sóknarleikinn mjög mikið.

Veikleikar: Leikmannahópurinn er ungur en afar fáir leikmenn í hópnum eru eldri en 25 ára og reynsluleysi gæti haft áhrif. HK fékk mikið af mörkum á sig í fyrra og varnarleikurinn verður að vera sterkari í sumar ef liðið ætlar sér stærri hluti. Hákon Ingi Jónsson skoraði 13 af 32 mörkum HK í fyrra og slæmt var fyrir Kópavogsliðið að missa hann yfir í Fylki í vetur.

Lykilmenn: Ásgeir Marteinsson, Birkir Valur Jónsson, Guðmundur Þór Júlíusson.

Gaman að fylgjast með: Arian Ari Morina er ungur kantmaður sem hefur spilað mikið á undirbúningstímabilinu. Arian er fæddur árið 1999 en hann verður líklega í byrjunarliðinu í sumar.

Komnir:
Atli Fannar Jónsson frá Aftureldingu
Ásgeir Marteinsson frá ÍA
Breki Barkarson frá Breiðabliki
Hákon Þór Sófusson frá Fjarðabyggð
Ingiberg Ólafur Jónsson frá Fjarðabyggð
Ólafur Örn Eyjólfsson frá Víkingi R.
Viktor Helgi Benediktsson frá FH (Á láni)
Zakarías Friðriksson frá Breiðabliki

Farnir:
Aron Ýmir Pétursson í ÍA
Hákon Ingi Jónsson í Fylki
Jökull Elísabetarson í Augnablik
Kristófer Eggertsson til IFK Eskilstuna
Ragnar Leósson í Leikni R.
Reynir Haraldsson í ÍR

Fyrstu leikir HK
5. maí HK - Fram
12. maí HK - Leiknir R.
20. maí Leiknir F. - HK
Athugasemdir
banner
banner