Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. janúar 2018 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Swansea vann Arsenal í fyrsta leik Mkhitaryan
Leikmenn Swansea fagna.
Leikmenn Swansea fagna.
Mynd: Getty Images
Mkhitaryan kemur hér inn á.
Mkhitaryan kemur hér inn á.
Mynd: Getty Images
Swansea er komið upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að hafa unnið Liverpool í síðasta deildarleik sínum gerði liðið sér lítið fyrir og skellti Arsenal á heimavelli í kvöld.

Arsenal komst reyndar yfir með marki frá Nacho Monreal, sem hefur verið frábær undanfarnar vikur.

Forysta Arseanl entist þó bara í nokkrar sekúndur, Sam Clucas jafnaði þá fyrir Swansea og staðan 1-1 í hálfleik.

Henrikh Mkhitaryan kom inn á í seinni hálfleik en stuttu eftir innkomu hans komst Swansea í 2-1 eftir skelfileg mistök frá Petr Cech og Sam Clucas gerði síðan annað mark sitt á 86. mínútu og lokatölur urðu 3-1.

Frábær sigur fyrir Swansea sem er á leið upp töfluna undir stjórn Carlos Carvahal. Draumur Arsenal um Meistaradeildina verður hins vegar bara fjarlægari með hverjum leiknum sem líður.

Pierre-Emerick Aubameyang verður líklega kominn inn í lið Arsenal fyrir næsta leik en á meðan var Olivier Giroud mögulega að spila kveðjuleik sinn fyrir félagið. Hann er á förum til Chelsea. Giroud spilaði síðasta stundarfjórðunginn í dag.

Í honum leiknum sem fram fór á sama tíma skildu West Ham og Crystal Palace jöfn í Lundúnaslag, 1-1. Liðin eru um miðja deildina og það munar áfram einu stigi á þeim.

Swansea 3 - 1 Arsenal
0-1 Nacho Monreal ('33 )
1-1 Samuel Clucas ('34 )
2-1 Jordan Ayew ('61 )
3-1 Samuel Clucas ('86 )

West Ham 1 - 1 Crystal Palace
0-1 Christian Benteke ('24 )
1-1 Mark Noble ('43 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner