City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Liverpool
1
1
Basel
0-1 Fabian Frei '25
Lazar Markovic '61
Steven Gerrard '81 1-1
09.12.2014  -  19:45
Meistaradeildin í beinni
Fylgst með öllum leikjum
Byrjunarlið:
22. Simon Mignolet (m)
2. Glen Johnson
3. Fabinho
3. Jose Enrique ('46)
6. Dejan Lovren
8. Steven Gerrard
10. Sadio Mane ('46)
21. Alex Oxlade-Chamberlain ('74)
24. Joe Allen
31. Raheem Sterling
37. Martin Skrtel

Varamenn:
1. Brad Jones (m)
10. Philippe Coutinho ('74)
17. Mamadou Sakho
18. Alberto Moreno ('46)
20. Adam Lallana
23. Xherdan Shaqiri
50. Lazar Markovic ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alex Oxlade-Chamberlain ('47)
Dejan Lovren ('66)

Rauð spjöld:
Lazar Markovic ('61)
95. mín
Ég þakka fyrir mig í kvöld. Segjum þessari textalýsingu lokið en á morgun verðum við á sama stað á sama tíma! Þá er aðalleikurinn viðureign Roma og Manchester City. Það koma fleiri Meistaradeildarfréttir út kvöldið á Fótbolta.net. Góða nótt!
95. mín
Steven Gerrard eftir leik:
,,Við áttum ekki meira skilið en þetta. Við vorum ekki að detta úr leik útaf þessari frammistöðu heldur vorum við ekki góðir ytra gegn Basel og svo fengum við á okkur kjánalegt mark gegn Ludogorets,"

95. mín
Liverpool átti einfaldlega ekki skilið að fara áfram. Frammistaða liðsins í Meistaradeildinni ekki nægilega góð. Með því að smella hér má sjá einkunnagjöf úr leiknum á Anfield í kvöld.
95. mín
D-riðill: Arsenal skoraði fjögur
Dortmund gerði 1-1 jafntefli við Anderlecht en það dugði til að tryggja liðinu sigur í riðlinum. Arsenal fylgir eftir í öðru sætinu en Anderlecht fer í Evrópudeildina.

Galatasaray 1 - 4 Arsenal
0-1 Lukas Podolski ('3 )
0-2 Aaron Ramsey ('11 )
0-3 Aaron Ramsey ('29 )
1-3 Wesley Sneijder ('89 )
1-4 Lukas Podolski ('90 )
95. mín
C-riðill: Monaco vann riðilinn
0-0 endaði hjá Benfica og Bayer Leverkusen. Monaco vann Zenit og tryggði sér sigur í riðlinum. Leverkusen endaði í öðru sæti en Zenit í því þriðja.

Monaco 2 - 0 Zenit
1-0 Aymen Abdennour ('63 )
2-0 Fabinho ('89 )
95. mín
B-riðill: Liverpool í Evrópudeildina
Við vitum allt um B-riðilinn. Real Madrid vann 4-0 sigur gegn Ludogorets en spænska liðið rúllaði upp riðlinum. Basel tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með því að gera jafntefli við Liverpool. Liverpool úr leik í Meistaradeildinni en fer í Evrópudeildina.
95. mín
A-riðill: Juventus fylgir Atletico
Juventus gerði 0-0 jafntefli við Atletico Madrid en ljóst var fyrir leikinn að það myndi duga liðinu til að tryggja sæti í 16-liða úrslitum. Atletico Madrid vinnur riðilinn. Olympiakos vann 4-2 sigur gegn Malmö og fer í Evrópudeildina.

Olympiakos 4 - 2 Malmö
1-0 David Fuster ('22 )
1-1 Simon Kroon ('59 )
2-1 Alejandro Dominguez ('63 )
2-2 Markus Rosenberg ('81 )
3-2 Konstantinos Mitroglou ('87 )
4-2 Ibrahim Afellay ('90 )
95. mín
Skoðum þá hvort það hafi eitthvað gerst í lokin á hinum leikjunum...
Leik lokið!
BÚIÐ Á ANFIELD! - Liverpool úr leik í Meistaradeildinni og fer í Evrópudeildina! Basel í 16-liða úrslitin. Real Madrid burstaði þennan riðil.
94. mín
Þetta mun væntanlega ekki duga Olympiakos þar sem staðan er enn 0-0 hjá Juventus og Atletico Madrid. Olympiakos þarf á tapi Juventus að halda.

Olympiakos 3 - 2 Malmö
1-0 David Fuster Torrijos ('22)
1-1 Simon Kroon ('59)
2-1 Alejandro Dominguez ('63)
2-2 Markus Rosenberg ('81)
3-2 Ibrahim Afellay ('90)
92. mín
Martin Skrtel með skot framhjá... rétt áður fékk Basel dauðafæri sem ekki nýttist. Fáum við dramatík í hæsta gæðaflokki??
92. mín
Real Madrid 4 - 0 Ludogorets
1-0 Cristiano Ronaldo (víti '20)
2-0 Gareth Bale ('38)
3-0 Alvaro Arbeloa ('80)
4-0 Alvaro Medran ('88)
Rautt: Marcelinho, Ludo ('19)
91. mín
Uppbótartími á Anfield. 4 mínútum bætt við.
90. mín
Þung sókn hjá Liverpool núna... rosaleg spenna.
89. mín
Ef Anderlecht kemur inn sigurmarki gegn Dortmund kemst Arsenal í toppsæti D-riðils.

Dortmund 1 - 1 Anderlecht
1-0 Ciro Immobile ('58)
1-1 Aleksandar Mitrovic ('84)
88. mín
Inn:Walter Samuel (Basel) Út:Luca Zuffi (Basel)
Kóngurinn að mæta. Við rísum úr sætum á skrifstofu .Net fyrir Walter Samuel.
87. mín
Rosaleg spenna á Anfield!
Boltinn dansaði við línuna á marki Basel en Vaclík markvörður náði að bjarga eftir að boltinn breytti um stefnu af varnarmanni. Nær Liverpool sigurmarki???
86. mín
Ekki súpan sem við reiknuðum með en heimamenn í Madríd með allt í öruggum höndum.

Real Madrid 3 - 0 Ludogorets
1-0 Cristiano Ronaldo (víti '20)
2-0 Gareth Bale ('38)
3-0 Alvaro Arbeloa ('80)
Rautt: Marcelinho, Ludo ('19)
84. mín
Malmö búið að jafna. Allt stefnir í að Juventus tryggi sér sæti í 16-liða úrslitunum, fylgi Atletico Madrid.

Olympiakos 2 - 2 Malmö
1-0 David Fuster Torrijos ('22)
1-1 Simon Kroon ('59)
2-1 Alejandro Dominguez ('63)
2-2 Markus Rosenberg ('81)
83. mín
Inn:Marcelo Díaz (Basel) Út:Mohamed Elneny (Basel)
81. mín MARK!
Steven Gerrard (Liverpool)
ÞAÐ ER VON FYRIR LIVERPOOL!!! Þetta líka markið hjá fyrirliðanum! Smellhitti knöttinn sem fór glæsilega í stöng og inn. Nær Liverpool sigurmarki í þennan leik?
80. mín Gult spjald: Fabian Schar (Basel)

75. mín
Inn:Breel Embolo (Basel) Út:Marco Streller (Basel)
74. mín
Inn:Philippe Coutinho (Liverpool) Út:Alex Oxlade-Chamberlain (Liverpool)
73. mín
Basel áfram í sannkallaðri lykilstöðu. Steven Gerrard fór niður í teignum áðan og einhverjir hrópuðu eftir vítaspyrnu. Endursýningar sýndu að Vaclík markvörður komst í boltann og því hárrétt að dæma ekkert.

70. mín
Monaco sem stendur í efsta sæti C-riðils. Stigi á undan Bayer Leverkusen sem er að gera jafntefli við Benfica 0-0.

Monaco 1 - 0 Zenit Pétursborg
1-0 Aymen Abdennour ('63)
69. mín
Dortmund að innsigla toppsætið í D-riðlinum. Allt stefnir í að Arsenal taki annað sætið þar en Dortmund og Arsenal voru örugg áfram fyrir kvöldið.

Dortmund 1 - 0 Anderlecht
1-0 Ciro Immobile ('58)
66. mín Gult spjald: Dejan Lovren (Liverpool)
66. mín
Olympiakos komst aftur yfir meðan ég var að skrifa síðustu færslu! Olympiakos þarf að treysta á mark hjá Atletico Madrid gegn Juventus núna!

Olympiakos 2 - 1 Malmö
1-0 David Fuster Torrijos ('22)
1-1 Simon Kroon ('59)
2-1 Alejandro Dominguez ('63)
65. mín
Jæja, tíðindi úr öðrum leikjum. Malmö hefur jafnað gegn Olympiakos og staða Juventus því orðin enn betri. Juventus að gera 0-0 jafntefli við Atletico Madrid en Juventus tryggir sæti sitt í 16-liða úrslitum með því að forðast tap þar.

Olympiakos 1 - 1 Malmö
1-0 David Fuster Torrijos ('22)
1-1 Simon Kroon ('59)
61. mín Rautt spjald: Lazar Markovic (Liverpool)
Stórfurðulegt atvik! Markovic fær beint rautt, virtist reyna að slá leikmann Basel viljandi. Hvað var hann að spá? Stórfurðulegt. Útlitið svart fyrir Liverpool.
60. mín
Taulant Xhaka með góð tilþrif og skot naumlega framhjá eftir skyndisókn. Hefði getað komið Basel tveimur mörkum yfir. Þess má til gamans geta að Taulant er bróðir Granit Xhaka, miðjumannsins öfluga hjá Gladbach.
58. mín
Ansi margir gáttaðir á Brendan Rodgers, tekur Rickie Lambert af velli og velur að spila án eiginlegs framherja. Enginn sóknarmaður á bekknum. Liðið átt nokkrar lofandi sóknir í seinni hálfleik en vantar herslumuninn til að skapa opið færi.

47. mín Gult spjald: Alex Oxlade-Chamberlain (Liverpool)
46. mín
Inn:Lazar Markovic (Liverpool) Út:Jose Enrique (Liverpool)
Rodgers augljóslega ekki sáttur og hendir í tvöfalda skiptingu í hálfleik. Fróðlegt að sjá hvort þetta batni eitthvað í kjölfarið...
46. mín
Inn:Alberto Moreno (Liverpool) Út:Sadio Mane (Liverpool)
Síðari hálfleikur farinn af stað... Tvöföld skipting hjá Liverpool í hálfleik.
45. mín
Simon Mignolet (22) markvörður átti fleiri snertingar á boltann í fyrri hálfleik en sóknarmaðurinn Rickie Lambert (17). Það er ekki góðs viti fyrir lið sem þarf að vinna.
45. mín
D-riðill:
Dortmund 0 - 0 Anderlecht
Galatasaray 0 - 3 Arsenal

Arsenal að rúlla yfir sinn leik. Liðið er öruggt áfram en ef Dortmund tapar tekur Arsenal toppsæti riðilsins.
45. mín
C-riðill:
Benfica 0 - 0 Bayer Leverkusen
Monaco 0 - 0 Zenit Pétursborg

Leverkusen er komið áfram og Monaco fylgir eins og staðan er. Zenit er stigi á eftir Monaco og enn í möguleika.
45. mín
B-riðill:
Liverpool 0 - 1 Basel
Real Madrid 2 - 0 Ludogorets

Liverpool þarf ekki eitt mark heldur tvö í seinni hálfleik til að koma sér áfram. Liverpool í tómu tjóni og staðan alls ekki ósanngjörn. Basel nægir jafntefli.
45. mín
Jæja skoðum stöðuna í hálfleik...

A-riðill:
Juventus 0 - 0 Atletico Madrid
Olympiakos 1 - 0 Malmö

Juventus dugir jafntefli og er því áfram sem stendur. Ef Olympiakos vinnur en Juventus tapar fer Olympiakos áfram með Atletico.

45. mín
Hálfleikur á Anfield - Rosalega lélegur fyrri hálfleikur hjá Liverpool. Alveg sorglega lélegur raun. Halldór Sigfússon á Twitter segir að liðið sé dottið í Hodgson-gírinn. Á Rodgers einhver svör?

40. mín
"Þetta endar með súpu," segir Gummi Ben um leikinn í Madríd. Tökum undir það.

Real Madrid 2 - 0 Ludogorets
1-0 Cristiano Ronaldo (víti '20)
2-0 Gareth Bale ('38)
Rautt: Marcelinho, Ludo ('19)
35. mín
Basel heldur áfram að vera mun meira ógnandi á Anfield og fékk hörkufæri áðan til að ná inn öðru marki. Stuðningsmenn Liverpool láta óánægju sína í ljós á Twitter. Frammistaðan ekki boðleg. Sammála því.
33. mín
VÁ!!! MARK KVÖLDSINS ER KOMIÐ
Aaron Ramsey að skora sturlað mark og koma Arsenal þremur mörkum yfir. Svakalegt skot af einhverju 35 metra færi... konfekt.

Markið má sjá hér

Galatasaray 0 - 3 Arsenal
0-1 Lukas Podolski ('3)
0-2 Aaron Ramsey ('11)
0-3 Aaron Ramsey ('29)

29. mín
Staðan er markalaus í leik Juventus og Atletico Madrid. Bæði lið áfram með þeim úrslitum. Olympiakos þarf að vinna sinn leik og treysta á tap Ítalíumeistarana.

Olympiakos 1 - 0 Malmö
1-0 David Fuster Torrijos ('22)
27. mín
Þetta mark hjá Basel lá einfaldlega í loftinu, var eins og heimamenn væru að bíða eftir þessu. Nú þarf Brendan Rodgers að finna svör og það sem fyrst!
25. mín MARK!
Fabian Frei (Basel)
Stoðsending: Luca Zuffi
Áhugavert vægast sagt! Basel kemst yfir í leiknum og þarna var á ferð Fabian Frei með hnitmiðað skot fyrir utan teig, boltinn var tíaður upp fyrir hann!
20. mín
Gæti orðið ansi erfitt kvöld fyrir Ludogorets, marki undir og manni færri. Marcelinho fékk rautt spjald fyrir hendi og víti dæmt.

Real Madrid 1 - 0 Ludogorets
1-0 Cristiano Ronaldo (víti '20)
Rautt: Marcelinho, Ludo ('19)
17. mín
Virðist vanta aðeins upp á stemninguna á Anfield. Afar mikilvægur leikur en áhorfendur full slakir á því að mati Phil McNulty, fréttamanns BBC á vellinum.
11. mín
Arsenal á eldi í Tyrklandi. Staðan orðin 2-0. Aaron Ramsey að skora. Markalaust í öllum öðrum leikjum. Var að sjá markið hjá Podolski, hamraði knöttinn upp í þaknetið. Alvöru!

Galatasaray 0 - 2 Arsenal
0-1 Lukas Podolski ('3)
0-2 Aaron Ramsey ('11)
9. mín
Fínt tempó á Anfield í upphafi leiks. Útlit fyrir fjör. Steven Gerrard framarlega á miðjunni og á að tengja við Rickie Lambert.
3. mín
Lukas Podolski að senda Arsene Wenger skilaboð! Af Arsenal nær sigri gæti liðið náð toppsætinu ef Dortmund tapar fyrir Anderlecht. Markalaust þar hinsvegar.

Galatasaray 0 - 1 Arsenal
0-1 Lukas Podolski ('3)
1. mín
Leikurinn hafinn! Alvöru Evrópukvöld á Anfield. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, talaði um í aðdraganda leiksins að þetta gæti orðið þolinmæðisverk. Þó það komi ekki mark snemma þá verður leikið í 90 mínútur og rúmlega það.
Fyrir leik
Brjótandi. Sergio Aguero frá í fjórar til sex vikur.

Fyrir leik
Fólk að koma sér fyrir í sófanum væntanlega. Blautur draumur Liverpool-stuðningsmanna að Gerrard smelli sigurmarkinu í kvöld og tryggi sætið í 16-liða úrslitum. Fróðlegt verður að fylgjast með Rickie Lambert í fremstu víglínu en það er mikil ábyrgð á hans herðum í fjarveru Mario Balotelli og Daniel Sturridge.

Fyrir leik
Juventus þarf stig gegn Atletico Madrid til að ná öruggum þátttökuseðli í 16-liða úrslitin. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin í Tórínó en Claudio Marchisio er veikur og spilar ekki.
Fyrir leik
Það er óhætt að segja að varamannabekkur Arsenal sé ekki skipaður þekktustu nöfnum í bransanum. Hvað þekkir þú marga? Varamenn Arsenal: Martinez, O'Connor, Kamara, Maitland-Niles, Zelalem, Iwobi, Akpom.
Fyrir leik
Arsenal er komið með farseðil í 16-liða úrslit en sigur gegn Galatasaray gæti fært liðinu toppsætið ef Dortmund tapar...

Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Debuchy, Mertesacker, Chambers, Bellerín; Flamini, Ramsey, Chamberlain, Campbell, Podolski; Sanogo.

Fyrir leik
Dortmund er að fara að mæta Anderlecht. Dortmund er þegar komið áfram og dugir jafntefli til að innsigla toppsæti D-riðils.

Byrjunarlið Dortmund: Langerak; Schmelzer, Subotic, Ginter, Durm; Sahin, Gündogan, Großkreutz, Kagawa, Mkhitaryan; Immobile.
Fyrir leik
Fjórar breytingar hjá Liverpool
Liverpool gerir fjórar breytingar frá markalausu jafntefli gegn Sunderland um liðna helgi. Steven Gerrard, Jose Enrique, Dejan Lovren og Joe Allen koma inn í liðið. Moreno, Lallana, Coutinho og Kolo Toure fara út. Toure er meiddur.
Fyrir leik
Spennan er mikil fyrir leik Liverpool og Basel, leik sem Liverpool verður að vinna. Brendan Rodgers hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet; Johnson, Lovren, Skrtel, Enrique; Lucas, Allen, Henderson, Gerrard; Sterling, Lambert.
Fyrir leik
Javier Hernandez, Cristiano Ronaldo og Gareth Bale leiða sóknarlínu Real Madrid í kvöld gegn Ludogorets. Real þegar búið að tryggja sér sigur í B-riðli svo menn verða bara léttir, ljúfir og kátir í Madríd.

Byrjunarlið Real Madrid: Navas; Arbeloa, Nacho, Varane, Coentrão; Illarramendi, Kroos, Isco; Bale, Chicharito, Ronaldo.
Endilega verið með okkur í kvöld með því að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter. Valdar færslur verða birtar í lýsingunni.

Fyrir leik
Góðan og margblessaðan! Í kvöld og annað kvöld verða lokaumferðir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og ætlum við að fylgjast með gangi mála í öllum leikjunum. Aðalleikurinn er viðureign Liverpool og Basel í B-riðli en þarna er um að ræða hreinan úrslitaleik þar sem Basel dugir jafntefli.

Við skulum líta á leiki kvöldsins sem allir hefjast 19:45:

A-riðill:
Juventus - Atletico Madrid
Olympiakos - Malmö

Altletico er komið í 16-liða úrslitin og þarf stig til að vinna riðilinn. Juventus dugir stig til að vera öruggt áfram en Olympiakos þarf sigur og treysta á tap Ítalíumeistarana.

B-riðill:
Liverpool - Basel
Real Madrid - Ludogorets

Real Madrid hefur unnið riðilinn en Liverpool og Basel mætast í úrslitaleik um að fylgja spænska liðinu áfram. Basel nægir jafntefli.

C-riðill:
Benfica - Bayer Leverkusen
Monaco - Zenit

Leverkusen er komið áfram en þarf sigur til að tryggja sér efsta sætið. Monaco má ekki tapa ef liðið ætlar sér áfram en Zenit þarf á sigri að halda til að komast áfram. Zenit ná efsta sæti með sigri ef Leverkusen tapar.

D-riðill:
Dortmund - Anderlecht
Galatasaray - Arsenal

Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Jafntefli dugir Dortmund til að tryggja sér toppsætið. Til að ná efsta sætinu þarf Arsenal að vinna sinn leik og treysta á tap þýska liðsins.

Smelltu hér til að skoða spá Kristjáns Guðmundssonar fyrir leikina og stöðuna í riðlunum.
Byrjunarlið:
1. Tomás Vaclík
7. Luca Zuffi ('88)
9. Marco Streller ('75)
11. Shkelzen Gashi
16. Fabian Schar
17. Marek Suchy
19. Behrang Safari
20. Fabian Frei
25. Derlis Gonzalez
33. Mohamed Elneny ('83)
34. Taulant Xhaka

Varamenn:
18. Germano Vailati (m)
4. Philipp Degen
6. Walter Samuel ('88)
10. Matías Delgado
21. Marcelo Díaz ('83)
24. Ahmed Hamoudi
36. Breel Embolo ('75)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Fabian Schar ('80)

Rauð spjöld: