Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   þri 09. desember 2014 18:57
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Juventus og Atletico: Marchisio veikur
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, Fernando Llorente og Patrice Evra eru allir í byrjunarliði Juventus sem mætir Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst 19:45 í Tórínó.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá Meistaradeildinni

Altletico er komið í 16-liða úrslitin og þarf stig til að vinna riðilinn. Juventus dugir stig til að vera öruggt áfram en Olympiakos þarf sigur gegn Malmö og treysta á tap Ítalíumeistarana.

Juventus kemst áfram ef Olympiakos nær ekki að vinna Malmö.

Claudio Marchisio er veikur og ekki í hóp hjá Juventus í kvöld og varamannabekkurinn lyktar af meiðslavandræðum, breiddin hjá Juventus hefur oft verið meiri.

Mario Mandzukic er í fremstu víglínu hjá Atletico en byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Juventus: Buffon; Lichtsteiner, Bonucci, Chiellini, Evra; Pereyra, Pogba, Pirlo; Vidal; Tevez, Llorente
(Varamenn: Storari, Ogbonna, Pepe, Padoin, Mattiello, Giovinco, Morata)

Atletico Madrid: Moya; Juanfran, J Gimenez, Godin, Siqueira; Mario Suarez, Gabi; Raul Garcia, Koke, Arda Turan; Mandzukic
(Varamenn: Oblak, Jesus Gamez, Tiago, Saul, Rodriguez, Cerci, Griezmann)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner