Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   þri 09. desember 2014 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Aguero kominn í jólafrí - Frá í fjórar til sex vikur
Sergio Aguero
Sergio Aguero
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, leikmaður Manchester City á Englandi, verður frá vegna meiðsla næstu fjórar til sex vikur en þetta staðfesti Manuel Pellegrini, stjóri félagsins, nú rétt í þessu.

Aguero, sem er 26 ára gamall, fór meiddur af velli gegn Everton á 3. mínútu er Muhamed Besic braut á honum en Aguero yfirgaf völlinn í tárum.

Hann verður frá næstu fjórar til sex vikurnar vegna meiðsla en hann hefur verið besti maður Man City á tímabilinu þar sem hann hefur skorað 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

,,Hann verður frá næstu fjórar til sex vikur. Liðið okkar byggist þó ekki á einum leikmanni," sagði Pellegrini.
Athugasemdir
banner
banner