Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal á Englandi, er heldur betur í stuði í kvöld en hann er kominn með tvö mörk og stoðsendingu eftir hálftíma leik.
Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá Meistaradeildinni
Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá Meistaradeildinni
Staðan er 0-3 fyrir Arsenal gegn Galatasaray en leikurinn er háður í Tyrklandi. Lukas Podolski kom Arsenal yfir eftir stoðsendingu Ramsey áður en velski landsliðsmaðurinn bætti öðru marki við.
Hann gerði svo þriðja markið og var það gullfallegt en hann hamraði þá knöttinn af 35 metrunum og söng boltinn í netinu.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Athugasemdir