Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 12:32
Magnús Már Einarsson
Napoli hótar að tefla fram unglingaliðinu
Leikmenn Napoli kvarta í Paolo Valeri dómara í leiknum í gær.
Leikmenn Napoli kvarta í Paolo Valeri dómara í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Napoli hefur hótað að tefla fram unglingaliði sínu í síðari leiknum gegn Juventus í undanúrslitum ítalska bikarsins í næstu viku.

Napoli tapaði fyrri leiknum gegn Juventus í gær 3-1 en mönnum þar á bæ Napoli var alls ekki skemmt yfir dómgæslunni hjá Paolo Valeri í leiknum.

Juventus fékk tvær vítaspyrnur í leiknum en í síðara skiptið sýndu sjónvarpsupptökur að Pepe Reina náði boltanum á undan í baráttu sinni við Juan Cuadrado.

Napoli vildi einnig fá vítaspyrnu í leiknum þegar Raul Albiol féll í teignum.

Félagið hefur nú hótað að tefla fram unglingaliðinu í síðari leiknum í næstu viku til að mótmæla dómgæslunni í leiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner