Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. mars 2017 14:01
Magnús Már Einarsson
Sindri Scheving í Val (Staðfest)
Sindri Scheving.
Sindri Scheving.
Mynd: Valur
Sindri Scheving hefur gert tveggja ára samning við Val en hann kemur til félagsins frá Reading á Englandi.

Hinn tvítugi Sindri er varnarmaður en hann fór frá Val til Reading fyrir þremur árum. Eftir þrjú ár í unglingaliði Reading er hann nú mættur aftur á Hlíðarenda.

„Valur vissi af því að ég væri að koma heim og hafði samband. Ég er mjög ánægður með að skrifa undir hjá Val enda er félagið sem mitt annað heimili, ég ólst upp hérna," sagði Sindri í viðtali á valur.is.

„Ég hef þegar farið á nokkrar æfingar og það er mjög jákvæður og góður andi í leikmannahópnum og öll umgjörð mjög flott. Ég held að við getum gert spennandi hluti í sumar."

„Dvöl mín hjá Reading var mjög lærdómsrík hefur gefið mér mikið. Að vera í þessu atvinnumannaumhverfi og sjá hvernig þessir karlar æfa er flott. Þetta er hinsvegar mjög harður heimur, og menn þurfa að leggja mikið á sig til að komast á toppinn."

Komnir:
Arnar Sveinn Geirsson frá Fram
Dion Acoff frá Þrótti R.
Nicolaj Köhlert frá Danmörku
Sindri Björnsson frá Leikni R.
Sindri Scheving frá Reading

Farnir:
Andreas Albech til Sarpsborg
Daði Bergsson í Þrótt R.
Gunnar Gunnarsson
Ingvar Þór Kale í ÍA
Kristinn Freyr Sigurðsson í GIF Sundsvall
Rolft Toft
Tómas Óli Garðarsson
Athugasemdir
banner
banner