Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. maí 2016 15:40
Arnar Geir Halldórsson
Ranieri: Fæ ekki að vita úrslitin fyrr en ég lendi á Ítalíu
Claudio Ranieri
Claudio Ranieri
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, stjóri Leicester, var nokkuð sáttur með 1-1 jafnteflið á Old Trafford í dag.

Leicester byrjaði leikinn illa og lenti undir strax á áttundu mínútu. Ranieri kveðst ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við slakri byrjun.

„Við vorum góðir utan við fyrstu 15 mínúturnar. Við vorum dálítið hræddir í byrjun. United byrjaði mjög vel og það var erfitt fyrir okkur að komast í gang. Eftir markið okkar spiluðum við vel og ég held að jafntefli hafi verið rétt úrslit. Mér finnst mikilvægt að við sýndum andlegan styrk okkar þó það hafi gengið illa í byrjun." sagði Ranieri.

Leicester gæti orðið Englandsmeistari annaðkvöld, takist Tottenham ekki að leggja Chelsea að velli á Stamford Bridge. Ranieri mun ekki horfa á leikinn.

„Ég væri til í að horfa á Tottenham leikinn en ég verð í flugi til Ítalíu svo ég fæ örugglega ekki að vita úrslitin fyrr en ég lendi þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner