Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 12:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk góð meðmæli að norðan - „Allt sem Palli segir er satt og rétt"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Guðjón Brynjólfsson gekk til liðs við FH frá Val á láni á lokadegi félagaskiptagluggans. Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson fór á Hlíðarenda úr Hafnarfirðinum.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

Bjarni Guðjón gekk til liðs við Val frá Þór í vetur en Heimir Guðjónsson þjálfari FH ráðfærði sig við Pál Viðar Gíslason, fyrrum leikmann og þjálfara Þórs áður en hann ákvað að fá Bjarna Guðjón til sín.

„Hann kemur bara til með að styrkja miðsvæðið. Ég talaði við minn mann á Akureyri, Pál Gíslason, og hann mælti með honum. Allt sem að Palli segir er satt og rétt. Hann er bara búinn að mæta á þrjár æfingar. Við þurfum bara að setja hann meira inn í hlutina og þá getur hann hjálpað okkur meira í framhaldinu,“ sagði Heimir í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur FH gegn ÍA á dögunum.

Auk þess að missa Hörð Inga þá fór Haraldur Einar Ásgrímsson til Fram.

„Grímsi (Arngrímur Bjartur Guðmundsson) getur leyst bakvarðarstöðuna, svo erum við með Bödda (Böðvar Böðvarsson) og svo getur Óli Guðmunds leyst það líka," sagði Heimir.

Kjartan Kári Halldórsson hefur farið gríðarlega vel af stað í Bestu deildinni en hann lék í vængbakverði gegn ÍA og skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

„Kjarri er frábær spyrnumaður og þetta var frábært mark hjá honum. Hann er búinn að vera virkilega góður fyrir okkur eftir að þetta mót byrjaði. Í dag spilaði hann stöðu sem hann hefur að ég held aldrei spilað áður og leysti það mjög vel," sagði Heimir.


Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Athugasemdir
banner
banner