Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo kom Al-Nassr í bikarúrslit - Skoraði tvö og leyfði Mané að taka víti
Cristiano Ronaldo er kominn með 38 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili
Cristiano Ronaldo er kominn með 38 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk er Al-Nassr vann Al-Khaleej, 3-1, í undanúrslitum konungsbikarsins í Sádi-Arabíu í kvöld.

Portúgalinn heldur áfram að raða inn mörkunum í Sádi-Arabíu en fyrra mark hans í leiknum var snoturt.

Gestirnir voru pressaðir alveg niður í eigin vítateig. Markvörðurinn fékk boltann og reyndi að hreinsa en boltinn fór af leikmanni Al-Nassr og fyrir Ronaldo.

Sóknarmaðurinn snéri bak í markið en gerði frábærlega í að hamra boltanum í netið. Tuttugu mínútum síðar fékk Al-Nassr vítaspyrnu og ákvað Ronaldo að leyfa liðsfélaga sínum, Sadio Mané, að taka spyrnuna og skoraði Mané örugglega með föstu skoti í hægra hornið.

Ronaldo bætti við öðru marki sínu á 57. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf sem lak á fjærstöngina. Ronaldo er nú kominn með 38 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Al-Nassr mætir erkifjendum sínum í Al-Hilal í úrslitum bikarsins, sem fer fram síðar í þessum mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner