Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júlí 2015 09:36
Magnús Már Einarsson
Fulham vill semja við Jón Dag
Þorsteinn Halldórsson, faðir Jóns Dags.
Þorsteinn Halldórsson, faðir Jóns Dags.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður HK, er mögulega á leið til enska félagsins Fulham.

Jón Dagur hefur tvívegis farið til Fulham á reynslu og hann er nú staddur á Englandi til að ræða betur við félagið.

„Þetta er á einhverju stigi en það er ekki búið að ganga frá neinu," sagði Þorsteinn Halldórsson faðir Jóns Dags við Fótbolta.net í dag en hann er með syni sínum á Englandi.

„Þeir vilja fá hann en þetta veltur bara á honum."

Jón Dagur er 16 ára gamall en hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki HK í fyrra.

Í sumar hefur Jón Dagur spilað sjö leiki í deild og bikar með HK en hann á einnig tólf leiki að baki með U17 ára landsliði Íslands.
Athugasemdir
banner
banner