Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. október 2016 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Hasselbaink: Verður að segjast að ég var barnalegur
Sá hollenski neitar sök í málinu
Hasselbaink neitar sök í málinu
Hasselbaink neitar sök í málinu
Mynd: Getty Images
The Telegraph er á allra vörum. Blaðið eyddi einhverjum tíu mánuðum í að rannsaka spillingu innan enska boltans og nú er allt að koma fram. Einn þeirra sem hefur verið nefndur í tengslum við málið er hinn hollenski Jimmy Floyd Hasselbaink, sem stýrir QPR.

Talað hefur verið um það að Hasselbaink hafi samþykkt að fá 55.000 pund fyrir að fljúga til Mið-Austurlanda til þess að tala við menn sem voru tilbúnir að blanda sér í eignarhald á leikmönnum, en það er ekki leyfilegt.

Hasselbaink neitar sök í málinu, en hann segist mikið sjá eftir þessu. Hann segir einnig að það hafi verið barnalegt hjá sér að blanda sér í svona mál.

„Mér hefur aldrei verið boðnir peningar og ég myndi aldrei hugsa um það að taka við svona greiðslum," sagði Hasselbaink sem sagðist hafa miklar eftirsjár. „Þú ferð yfir málin, hugsar til baka og þú gagnrýnir sjálfan þig og það verður að segjast að ég var barnalegur."

„En svo þegar allt er tekið inn í myndina þá hef ég aldrei beðið um peninga til þess að taka leikmann eða koma einhverjum leikmanni til félagsins. Ég myndi aldrei gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner