Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. júlí 2015 16:24
Arnar Daði Arnarsson
Kolbeinn í Nantes (Staðfest)
Kolbeinn er kominn til Frakklands.
Kolbeinn er kominn til Frakklands.
Mynd: Twitter
Kolbeinn Sigþórsson hefur skrifað undir fimm ára samning við franska liðið, Nantes. Hann gengur til liðs við Nantes frá Ajax í Hollandi.

Kolbeinn hefur undanfarin fjögur ár leikið með Ajax í Hollandi, þar vann hann deildarkeppnina þrisvar sinnum.

Nantes endaði í 14. sæti í frönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, átta stigum frá falli.

Kolbeinn hefur verið í Hollandi í átta ár, en 17 ára að aldri gekk hann til liðs við AZ Alkmaar. Hann lék með aðalliði AZ tímabilið 2010/2011 og eftir það skipti hann yfir til Ajax.

Hjá Ajax skoraði Kolbeinn 31 mark í 80 leikjum en hann hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli.

Kolbeinn hefur verið sjóðandi heitur með íslenska landsliðinu og hefur skorað 17 mörk í 29 landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner