Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. janúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Prófessorinn kom Diego Costa í form
Costa er mættur aftur til Atletico Madrid.
Costa er mættur aftur til Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Diego Costa spilar sinn fyrsta leik með Atletico Madrid í tæp fjögur ár þegar hann leikur með liðinu gegn Lleida í spænska bikarnum í kvöld.

Atletico Madrid var í félagaskiptabanni í sumar en félagið gekk hins vegar frá kaupum á Costa frá Chelsea í september. Costa fékk síðan leikheimild með Atletico í fyrradag.

Costa æfði ekki með Chelesa í sumar eftir að hafa lent upp á kant við Antonio Conte. Costa lifði ljúfa lífinu og var ekki í góðu formi þegar Atletico keypti hann.

Undanfarnar vikur hefur Costa verið á sérstökum aukaæfingum til að komast í form.

Oscar Ortega, oft kallaður prófessorinn, hefur séð um að koma Costa í form. Prófessorinn hefur verið í þjálfarateymi Diego Simeone síðan sá síðarnefndi byrjaði að þjálfa árið 2006.

Prófessorinn er þrekþjálfari sem kallar ekki allt ömmu sína en leikmenn Atletico hafa kastað upp eftir hlaupæfingar hjá honum.

Costa var í sérstökum æfingum hjá prófessornum auk þess sem hann var stundum með á hefðbundnum æfingum hjá Atletico. Oft tók prófessorinn þrekhjól út á völl og lét Costa hjóla á meðan hann horfði á liðsfélaga sína á æfingu.

Auk þess var næringarfræðingur Atletico Madrid með Costa í ströngu aðhaldi. Það hjálpaði Costa að komast í gott form á nýjan leik og hann er klár í síðari hluta tímabilsins með Atletico.
Athugasemdir
banner