Tottenham ræðir um Dibling - Williams orðaður við Arsenal og Spurs - Arsenal leiðir kapphlaupið um Nypan
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
   lau 03. október 2015 19:35
Fótbolti.net
Bestur í 22. umferð: Ég vil finna gleðina á ný
Gary Martin (KR)
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður KR, segist hafa lært mikið á liðnu tímabili. Hann er leikmaður umferðarinnar úr 22. og síðustu umferð deildarinnar eftir að hafa skorað tvö mörk þegar KR vann 5-2 sigur gegn Víkingum.

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Gary sem hefur ekki átt fast sæti í liðinu og ekki farið leynt með óánægju sína.

Lestu um leikinn: KR 5 -  2 Víkingur R.

„Ég get ekki sagt hvort þetta hafi verið minn síðasti leikur fyrir KR. Það er erfitt að fullyrða í fótbolta. Ég væri til í að þetta hafi ekki verið minn síðasti leikur en það er samt líklegt. Það er erfitt að yfirgefa stærsta félag á Íslandi," sagði Gary Martin í viðtali eftir leik.

„Að mínu mati eru ég og Hólmbert (Aron Friðjónsson) tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Við getum ekki spilað báðir í hveri viku. Sjáum hvað gerist. Það er hvorki pottþétt að ég fari né að ég verði áfram. Þetta hefur ekki verið gott ár."

En gæti verið að hann fari til Noregs?

„Ég hef verið orðaður við mörg lið. Ég hef verið orðaður við Val, Breiðablik og Lilleström. Ég er mest ánægður meðan ég er að spila og ég vil spila. Ég vil finna gleðina á ný," sagði Gary Martin sem er ósáttur við lítinn spiltíma í sumar.

„Ég tel að ég hafi sýnt það gegn bestu liðunum að ég hefði átt að spila meira."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Gary Martin meðal annars að það sé tvennt ólíkt að spila undir stjórn Bjarna Guðjónssonar og Rúnars Kristinssonar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
21. umferð: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
20. umferð: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
19. umferð: Steven Lennon (FH)
18. umferð: Kassim Doumbia (FH)
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner
banner
banner