Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 03. október 2015 19:35
Fótbolti.net
Bestur í 22. umferð: Ég vil finna gleðina á ný
Gary Martin (KR)
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður KR, segist hafa lært mikið á liðnu tímabili. Hann er leikmaður umferðarinnar úr 22. og síðustu umferð deildarinnar eftir að hafa skorað tvö mörk þegar KR vann 5-2 sigur gegn Víkingum.

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Gary sem hefur ekki átt fast sæti í liðinu og ekki farið leynt með óánægju sína.

Lestu um leikinn: KR 5 -  2 Víkingur R.

„Ég get ekki sagt hvort þetta hafi verið minn síðasti leikur fyrir KR. Það er erfitt að fullyrða í fótbolta. Ég væri til í að þetta hafi ekki verið minn síðasti leikur en það er samt líklegt. Það er erfitt að yfirgefa stærsta félag á Íslandi," sagði Gary Martin í viðtali eftir leik.

„Að mínu mati eru ég og Hólmbert (Aron Friðjónsson) tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Við getum ekki spilað báðir í hveri viku. Sjáum hvað gerist. Það er hvorki pottþétt að ég fari né að ég verði áfram. Þetta hefur ekki verið gott ár."

En gæti verið að hann fari til Noregs?

„Ég hef verið orðaður við mörg lið. Ég hef verið orðaður við Val, Breiðablik og Lilleström. Ég er mest ánægður meðan ég er að spila og ég vil spila. Ég vil finna gleðina á ný," sagði Gary Martin sem er ósáttur við lítinn spiltíma í sumar.

„Ég tel að ég hafi sýnt það gegn bestu liðunum að ég hefði átt að spila meira."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Gary Martin meðal annars að það sé tvennt ólíkt að spila undir stjórn Bjarna Guðjónssonar og Rúnars Kristinssonar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
21. umferð: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
20. umferð: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
19. umferð: Steven Lennon (FH)
18. umferð: Kassim Doumbia (FH)
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner
banner