Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 03. október 2015 19:35
Fótbolti.net
Bestur í 22. umferð: Ég vil finna gleðina á ný
Gary Martin (KR)
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður KR, segist hafa lært mikið á liðnu tímabili. Hann er leikmaður umferðarinnar úr 22. og síðustu umferð deildarinnar eftir að hafa skorað tvö mörk þegar KR vann 5-2 sigur gegn Víkingum.

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Gary sem hefur ekki átt fast sæti í liðinu og ekki farið leynt með óánægju sína.

Lestu um leikinn: KR 5 -  2 Víkingur R.

„Ég get ekki sagt hvort þetta hafi verið minn síðasti leikur fyrir KR. Það er erfitt að fullyrða í fótbolta. Ég væri til í að þetta hafi ekki verið minn síðasti leikur en það er samt líklegt. Það er erfitt að yfirgefa stærsta félag á Íslandi," sagði Gary Martin í viðtali eftir leik.

„Að mínu mati eru ég og Hólmbert (Aron Friðjónsson) tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Við getum ekki spilað báðir í hveri viku. Sjáum hvað gerist. Það er hvorki pottþétt að ég fari né að ég verði áfram. Þetta hefur ekki verið gott ár."

En gæti verið að hann fari til Noregs?

„Ég hef verið orðaður við mörg lið. Ég hef verið orðaður við Val, Breiðablik og Lilleström. Ég er mest ánægður meðan ég er að spila og ég vil spila. Ég vil finna gleðina á ný," sagði Gary Martin sem er ósáttur við lítinn spiltíma í sumar.

„Ég tel að ég hafi sýnt það gegn bestu liðunum að ég hefði átt að spila meira."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Gary Martin meðal annars að það sé tvennt ólíkt að spila undir stjórn Bjarna Guðjónssonar og Rúnars Kristinssonar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
21. umferð: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
20. umferð: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
19. umferð: Steven Lennon (FH)
18. umferð: Kassim Doumbia (FH)
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner
banner
banner