Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. október 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Stuðningsmenn Spánar bauluðu á Pique
Pique í leik með spænska landsliðinu.
Pique í leik með spænska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gerard Pique fékk að heyra það frá stuðningsmönnum spænska landsliðinu í gær. Landsliðið hélt opna æfingu í Madríd og var Pique þar mættur ásamt öðrum stjörnum spænska landsliðsins.

Pique hefur ekki verið sérstaklega vinsæll í gegnum í tíðina hjá stuðningsmönnum spænska landsliðsins.

Pique hefur talað opinberlega fyrir því að Katalónía fái sjálfstæði á Spáni, en það málefni er mjög umdeilt.

Mikil átök brutust út um helgina þegar íbúar Katalóníu gengi til kosninga um sjálfstæði héraðsins. Spænska ríkisstjórnin sendi lögreglumenn til Katalóníu og víða kom til átaka á milli almenning, sem vildi fá að kjósa, og lögreglumanna.

Í gær mættu margir stuðningsmenn með borða þar sem Pique var beðinn um að hætta með spænska landsliðinu, en Pique hafði boðist til þess að gera það eftir leik Barcelona og Las Palmas. Sá leikur var leikinn fyrir luktum dyrum á sunnudaginn.

„Það var mjög erfitt að spila án stuðningsmanna og sérstaklega meðan allt er að gerast í Katalóníu. Þetta var versta reynsla mín sem atvinnumaður í knattspyrnu," sagði Pique eftir leikinn.

„Ef landsliðsþjálfarinn eða knattspyrnusambandið lítur á mig sem vandamál þá er það ekkert vandamál fyrir mig að stíga til hliðar hjá spænska landsliðinu."

Sjá einnig:
Pique gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Spán

Hér að neðan er myndband af því þegar stuðningsmenn Spánar bauluðu á Pique á æfingu í gær.





Athugasemdir
banner
banner
banner