Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2016 18:52
Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið: FH í úrslit eftir sigur á KR í vító
Óskar Örn Hauksson skoraði fyrsta mark leiksins. Hér er hann í kvöld.
Óskar Örn Hauksson skoraði fyrsta mark leiksins. Hér er hann í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 3 - 3 FH (6-5 sigur FH í vítaspyrnukeppni)
1-0 Óskar Örn Hauksson ('9)
2-0 Pálmi Rafn Pálmason ('14)
2-1 Emil Pálsson ('16)
2-2 Grétar Snær ('54)
3-2 Kenny Chophart ('60)
3-3 Kristján Flóki Finnbogason ('65)

FH komst í úrslitaleik Bose-mótsins eftir að hafa unnið sigur á KR í vítaspyrnukeppni í Egilshöll í kvöld.

Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 9. mínútu leiksins með skalla af stuttu færi eftir innkast frá Pálma Rafni. Pálmi bætti svo sjálfur öðru marki við fimm mínútum síðar þegar hann lyfti lausu skoti yfir vörn FH og í markið án þess að Vignir Jóhannsson næði til boltans.

FH minnkaði svo muninn strax í kjölfarið. Emil Pálsson fékk boltann þá í teiginn, tók hann á kassann og skoraði úr bakfallsspyrnu. Staðan orðin 2-1 og helsta áhyggjuefnið fyrir leikinn, að allir leikir riðilsins enduðu 0-0, þar með ekkert til að hugsa um lengur.

Staðan í hálfleik 2-1 en Grétar Snær Gunnarsson jafnaði metin snemma í síðari hálfleik með góðu skoti við enda vítateigsins. Kenny Chophart kom KR svo aftur yfir í 3-2 með skalla eftir hornspyrnu Óskars Arnar.

Kristján Flóki Finnbogason jafnaði svo aftur metin fyrir FH með góðu skoti fyrir utan teig í hraðri sókn FH liðsins og lokastaðan í leiknum 3-3. Þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að ráða úrslitum um hvort liðið endaði í efsta sæti riðilsins og hvort í neðsta.

Stefán Logi Magnússon markvörður KR varði fyrstu spyrnuna og það sama gerði Vignir í marki FH. Svo skoruðu bæði lið úr næstu fjórum spyrnum svo farið var í bráðabana. Þar skoraði FH fyrst og KR skaut yfir og lokastaðan í vítaspyrnukeppninni 5-6 fyrir FH.

Það verður því FH sem mætir Fjölni í úrslitaleik mótsins. Stjarnan mætir Víkingi Reykjavík í leiknum um 3. sætið og Breiðablik mætir KR í leiknum um 5. sætið. Leikirnir fara fram 10. - 13. desember en leiktímar hafa ekki verið ákveðnir.

Lokastaðan:
FH 2 leikir, 3 stig, 3-3
Stjarnan 2 leikir, 2 stig, 0-0
KR 2 leikir, 1 stig, 3-3

Lokastaðan í hinum riðlinum:
Fjölnir 2 leikir, 4 stig, 5-3
Víkingur 2 leikir, 3 stig, 2-3
Breiðablik 2 leikir, 1 stig, 2-3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner