Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 04. febrúar 2016 15:21
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid sýndi Eiði áhuga áður en hann fór í Barca
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við FourFourTwo að Real Madrid hafi sýnt sér áhuga áður en hann gekk í raðir Barcelona á sínum tíma. Eiður fór til Börsunga 2006 eftir sex vel heppnuð ár með Chelsea.

Madrídingar voru of uppteknir við að kjósa Ramon Calderon sem forseta félagsins og ráða Fabio Capello sem þjálfara þegar Eiður yfirgaf England.

„Fyrsta spænska liðið sem sýndi mér áhuga var Real Madrid en félagið var að ganga í gegnum forsetakosningar og var án þjálfara. Um leið og ég heyrði að Barcelona vildi fá mig, stuttu eftir að hafa unnið Meistaradeildina, hugsaði ég strax: Hvar skrifa ég undir?" segir Eiður.

Hann var fenginn til Barcelona að fylla skarð Svíans Henrik Larsson.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því strax að ég var fenginn til að koma í hans stað. Svo fattaði ég að við erum báðir frá Norðurlöndunum og vorum með sama treyjunúmer," segir Eiður sem er samningslaus en í leit að nýju félagi enda stefnir hann á að fara með Íslandi á EM í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner