Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Njarðvík 143 stig
7. Sindri 137 stig
8. Tindastóll 107 stig
9. Ægir 101 stig
10. Huginn 99 stig
11. Dalvík/Reynir 48 stig
12. KF 45 stig
6. Njarðvík
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 2. deild
Njarðvíkingar léku sér við falldrauginn allt fram í síðustu umferð í fyrra. Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrstu níu umferðunum var útlitið dökkt en fín seinni umferð bjargaði Njarðvíkingum og skilaði 8. sætinu að lokum.
Þjálfarinn: Gamla markamaskínan Guðmundur Steinarsson er annað árið í röð þjálfari Njarðvíkinga en honum til aðstoðar er markvörðurinn Ómar Jóhannsson. Guðmundur var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Njarðvík sumarið 2013 áður en hann tók sjálfur með liðin. Guðmundur og Ómar eru báðir með takkaskóna í æfingatöskunni og gætu komið við sögu í sumar ef á þarf að halda.
Styrkleikar: Theodór Guðni Halldórsson er kominn aftur frá Keflavík en hann skoraði meira en mark að meðaltali í leik með Njarðvík sumarið 2013. Njarðvík er í góðu samstarfi við Keflavík og hefur líkt og í fyrra fengið nokkra unga og spræka stráka á láni þaðan. Kjarninn í liðinu er nokkuð svipaður og á síðasta tímabili og undirbúningstímabilið gekk betur í vetur en fyrir síðasta tímabil.
Veikleikar: Varnarleikurinn var ekki nógu stöðugur í fyrra og hann þarf að vera betri í ár. Leikmannahópurinn er afar ungur líkt og á síðasta tímabili og nokkrir leikmenn eru að fá eldskírn sína í meistaraflokki. Njarðvíkingar byrjuðu skelfilega í fyrra og þeir þurfa að vera fljótari að finna taktinn í ár ef þeir ætla sér einhverja hluti í deildinni.
Lykilmenn: Magnús Þór Magnússon, Styrmir Gauti Fjeldsted, Theodór Guðni Halldórsson.
Komnir:
Anton Freyr Hauksson frá Keflavík á láni
Birkir Freyr Birkisson frá Keflavík
Ívar Gauti Guðlaugsson frá Keflavík
Óðinn Jóhannsson frá Keflavík
Ómar Jóhannsson frá Keflavík
Róbert Örn Ólafsson frá Víði Garði
Theodór Guðni Halldórsson frá Keflavík
Farnir:
Andri Fannar Freysson í Hauka
Arnar Aðalgeirsson í Hauka
Aron Freyr Róbertsson í Keflavík
Björn Axel Guðjónsson í Gróttu
Jón Tómas Rúnarsson í Hauka
Stefán Birgir Jóhannesson í Fram
Stefán Guðberg Sigurjónsson í Keflavík
Fyrstu leikir hjá Njarðvík
9. maí Höttur – Njarðvík
16. maí Njarðvík – Tindastóll
23. maí Dalvík/Reynir - Njarðvík
Athugasemdir