Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. KF 45 stig
12. KF
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í 2. deild
KF leikur annað árið í röð í 2. deildinni eftir að hafa stoppað við í 1. deildinni sumarið 2013. Liðið endaði í 7. sæti í 2. deildinni í fyrra eftir að hafa verið nálægt fallsvæðinu um tíma. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar var stofnað árið 2010 en áður hafði liðið leikið undir nafni KS/Leifturs.
Þjálfarinn: Jón Aðalsteinn Kristjánsson tók við þjálfun KF síðastliðið haust af Dragan Stojanovic. Jón Aðalsteinn hefur undanfarin ár þjálfað 2. flokk hjá Breiðabliki en hann þjálfaði þar áður Þrótt Vogum sumarið 2012 og Hamar í 2. deildinni frá 2009 til 2011.
Styrkleikar: Undanfarin ár hefur heimavöllurinn verið helsti styrkleiki KF. Liðið tapaði einungis tveimur leikjum heima í fyrra og frá 25. júní 2011 til 6. júlí 2013 spilaði liðið rúm tvö ár í röð samfleytt án þess að tapa heimaleik. Leikmannahópurinn er mjög ungur og stemningin gæti komið liðinu áfram í sumar en uppbygging er að fara af stað í Fjallabyggð. Heimamenn fá stærra hlutverk en oft áður og hjartað gæti verið meira í liðinu.
Veikleikar: Eins og heimavöllurinn er sterkur þá er útivallar árangurinn afleitur. KF vann ekki leik á útivelli í fyrra og fékk einungis tvö stig á ferðalögum sínum. Erlendir leikmenn hafa leikið stórt hlutverk hjá KF undanfarin ár og þeir voru til að mynda fimm talsins í fyrra. Erlendu leikmennrnir eru ekki til staðar núna og munar um minna. Markaskorun gæti orðið vandamál en KF skoraði innan við mark að meðaltali í leik í Lengjubikarnum.
Lykilmenn: Andri Freyr Sveinsson, Halldór Logi Hilmarsson, Jakob Hafsteinsson.
Komnir:
Friðjón Magnússon frá Leikni R. á láni
Hákon Leó Hilmarsson frá Dalvík/Reyni
Matthías Ragnarsson frá Hamri
Sigmar Egill Baldursson frá KB
Trausti Marel Guðmundsson frá Breiðabliki
Farnir:
Aksentije Milisic í KA
Dilyan Nikolaev Kolev
Edin Beslija
Hreggviður Heiðberg Gunnarsson í Magna
Jóhann Örn Guðbrandsson hættur
Jökull Steinn Ólafsson í Fram (Var á láni)
Kemal Cesa til Bosníu-Hersegóvínu
Kristinn Baldursson hættur
Kristján Vilhjálmsson hættur
Marko Blagojevic
Milan Tasic
Sigurjón Guðmundsson í Magna
Trausti Örn Þórðarson í Kára
Fyrstu leikir KF
9. maí ÍR - KF
16. maí KF - Afturelding
23. maí Sindri - KF
Athugasemdir