Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 02. maí 2015 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 8. sæti
Sumarið í fyrra var erfitt hjá Stólunum.
Sumarið í fyrra var erfitt hjá Stólunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvi Hrannar Ómarsson hefur gengið í gegnum súrt og sætt með Tindastóli.
Ingvi Hrannar Ómarsson hefur gengið í gegnum súrt og sætt með Tindastóli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynsluboltinn Bjarki Már Árnason er hættur sem þjálfari en hann mun þess í stað standa vaktina í vörninni.
Reynsluboltinn Bjarki Már Árnason er hættur sem þjálfari en hann mun þess í stað standa vaktina í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Tindastóll 107 stig
9. Ægir 101 stig
10. Huginn 99 stig
11. Dalvík/Reynir 48 stig
12. KF 45 stig

8. Tindastóll
Lokastaða í fyrra: 12. sæti í 1. deild

Tindastóll endaði í langneðsta sæti í 1. deild á síðasta tímabili en liðið náði ekki að landa sigri allt sumarið. Viðbúið var að sumarið yrði erfitt en Stólarnir höfðu fyrir mót íhugað að draga lið sitt úr keppni. Uppbygging er í gangi á Króknum og flestir leikmenn liðsins eru heimamenn.

Þjálfarinn: Bjarki Már Árnason hætti sem þjálfari síðastliðið haust en hann mun einbeita sér að því að spila í vörninni í sumar. Sigurður Halldórsson, Siggi Donna, er núna kominn í þjálfarastólinn hjá Tindastóli í þriðja skipti á ferli sínum. Siggi á 24 ára feril að baki í þjálfun en hann stýrði Tindastóli síðast árið 2011. Óhætt er að segja að hann þekki fótboltann á Sauðárkróki inn og út.

Styrkleikar: Margir leikmenn fengu mikla reynslu með því að spila í 1. deild í fyrra þó að úrslitin hafi ekki alltaf verið góð. Ákveðinn kjarni í liðinu hefur staðið þétt saman í gegnum súrt og sætt og samheldnin er mikil. Varnarleikurinn er á góðum degi mjög þéttur hjá Stólunum og erfitt getur verið að brjóta þá á bak aftur.

Veikleikar: Sjálfstraust leikmanna gæti eflaust verið hærra eftir mjög erfitt sumar í fyrra. Æfingar hafa verið erfiðar í vetur þar sem leikmannahópurinn hefur verið tvískiptur og æfingaaðstaðan á Sauðárkróki er slök. Breiddin í leikmannahópnum er ekki mikil og lítið má út af bregða.

Lykilmenn: Ben J. Griffiths, Fannar Örn Kolbeinsson og Ingvi Hrannar Ómarsson.

Komnir:
Alexander Aron Hannesson frá Þór
Hallgrímur Ingi Jónsson frá ÍH
Hristo Petrov Slavkov frá Þór
Páll Sindri Einarsson frá Kára
Róbert Logi Kristinsson frá Þór

Farnir:
Atli Arnarson í Leikni R.
Kári Eiríksson í Þrótt Vogum
Kristinn Justiniano Snjólfsson í Sindra
Loftur Páll Eiríksson í Þór
Terrance William Dieterich í Hauka

Fyrstu leikir hjá Tindastóli
9. maí Tindastóll - Leiknir F.
16. maí Njarðvík - Tindastóll
23. maí Tindastóll - Huginn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner