Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Ægir 101 stig
10. Huginn 99 stig
11. Dalvík/Reynir 48 stig
12. KF 45 stig
9. Ægir
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 2. deild
Ægismenn hafa verið í neðri hlutanum í 2. deildinni undanfarin þrjú ár. Í fyrra var falldraugurinn að elta Ægi alveg fram í lokaumferð en á endanum endaði liðið tveimur stigum frá falli. Níunda sætið varð niðurstaðan og spáir segir að það muni endurtaka sig í ár.
Þjálfarinn: Alfreð Elías Jóhannsson er að fara inn í sitt fimmta tímabil sem þjálfari í Þorlákshöfn. Alfreð kom Ægi upp í 2. deild á öðru ári sínu sem þjálfari og hann hefur haldið liðinu þar síðan þá.
Styrkleikar: Alfreð þjálfari er seigur og hann hefur alltaf náð að vinna vel úr þeim efnivið sem hann fær í hendurnar. Hafa fengið liðsstyrk erlendis frá og hann gæti átt eftir að vega þungt í stigasöfnun í Þorlákshöfn í sumar. Varnarmaðurinn öflugi Milos Glogovac var nánast ekkert með í fyrra vegna meiðsla en vonir standa til að hann spili meira í sumar.
Veikleikar: Ægir skoraði fæst mörk allra liða í 2. deildinni í fyrra og sóknarleikurinn verður að batna í ár ef ekki á illa að fara. Miklar breytingar á leikmannahópnum á milli ára eins og svo oft áður. Margir leikmenn í hópnum að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.
Lykilmenn: Liam Killa, Sverrir Þór Garðarsson, William Daniels.
Komnir:
Andri Sigurðsson frá Val
Arilíus Marteinsson frá Stokkseyri
Brenton Muhammad frá Englandi
Ingvi Rafn Óskarsson frá Selfossi á láni
Kristján Hermann Þorkelsson frá Leikni á láni
Ragnar Olsen frá Fram
Steinar Ísaksson frá Víkingi R. á láni
Sveinn Atli Árnason frá Fjölni á láni
Uche Onyeador frá Bandaríkjunum
William Daniels frá Bandaríkjunum
Farnir:
Arnar Logi Sveinsson í Selfoss
Ágúst Freyr Hallsson í HK
Birgir Magnússon í HK
Breki Bjarnason í Val
Hermann Ármannsson í Breiðablik
Marteinn Gauti Andrason í Hauka
Matthew Towns til Möltu
Michael J. Jónsson til Filippseyja
Róbert Rúnar Jack í Víking R.
Sigurður Eyberg Guðlaugsson í Selfoss
Fyrstu leikir hjá Ægi
10. maí Ægir - Huginn
15. maí KV - Ægir
23. maí Ægir - ÍR
Athugasemdir