Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 03. maí 2015 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 7. sæti
Sindri endaði í 7. sæti í 2. deildinni í fyrra.
Sindri endaði í 7. sæti í 2. deildinni í fyrra.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Óskar Guðjón Óskarsson hefur staðið vaktina í bakverðinum hjá Sindra í áraraðir.
Óskar Guðjón Óskarsson hefur staðið vaktina í bakverðinum hjá Sindra í áraraðir.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Hilmar Þór Kárason er í stóru hlutverki hjá Sindra.
Hilmar Þór Kárason er í stóru hlutverki hjá Sindra.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Sindri 137 stig
8. Tindastóll 107 stig
9. Ægir 101 stig
10. Huginn 99 stig
11. Dalvík/Reynir 48 stig
12. KF 45 stig

7. Sindri
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í 2. deild

Sindri hefur bætt árangur sinn stöðugt undanfarin ár og liðið hefur fest sig vel í sessi í 2. deildinni. Sindri fór í úrslit í B-deild Lengjubikarsins í vor og liðið lítur vel út fyrir átök sumarsins.

Þjálfarinn: Gamli reynsluboltinn Auðun Helgason er tekinn við þjálfun Sindra. Óli Stefán Flóventsson hefur siglt skútunni undanfarin ár en hann er farinn til Grindavíkur á ný. Auðun hefur tekið við en hann spilaði með Sindra í fyrra eftir að hafa áður átt farsælan feril sem leikmaður bæði heima og erlendis.

Styrkleikar: Tveir Danir og tveir Spánverjar hafa komið til Sindra í vetur og þeir styrkja leikmannahópinn. Gengi Sindra hefur aldrei verið betra á undirbúningstímabilinu og leikmenn mæta með blússandi sjálfstraust inn í mótið. Sindri hefur bætt árangur sinn ár frá ári síðastliðin tímabil og kjarni í liðinu er kominn með fína reynsu í 2. deildinni.

Veikleikar: Heimavöllurinn skilaði ekki nógu miklu í fyrra en Sindri vann innan við helminginn af heimaleikjum sínum. Markaskorun gæti orðið vandamál en Hornfirðingar skoruðu ekki nógu mikið í fyrra og enduðu með mínus í markatölu. Markmansstaðan er spurningamerki en hinn pólski Maciej Majewski gekk til liðs við Grindavík í vetur eftir að hafa staðið vaktina vel undanfarin ár.

Lykilmenn: Einar Smári Þorsteinsson, Hilmar Þór Kárason og Nick Vindstrup Svendsen.

Komnir:
Alejandro Miguel Vera Carrillo frá Spáni
Alexander Petersen frá Danmörku
Amadou Koulibaly Conde frá Spáni
Ási Þórhallsson frá FH
Guðjón Bjarni Stefánsson frá Mána
Haraldur Bergvinsson frá Fjarðabyggð
Kristinn Justiniano Snjólfsson frá Tindastóli
Nick Vindstrup Svendsen frá Danmörku
Róbert Marvin Gunnarsson frá Mána
Sigurður Bjarni Jónsson úr Skínanda

Farnir:
Auðun Helgason hættur
Daniel Cintrano Gomez til Spánar
Kenan Turudija í Víking Ó.
Maciej Majewski í Grindavík
Rodrigo Gomes Mateo í Grindavík
Óli Stefán Flóvensson hættur
Þorsteinn Jóhannsson í ÍR

Fyrstu leikir hjá Sindra
9. maí Sindri - KV
16. maí ÍR - Sindri
23. maí Sindri - KF
Athugasemdir
banner