Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 04. ágúst 2015 15:15
Magnús Már Einarsson
„Hoolahan er hinn írski Messi"
Stuðningsmaður Norwich - Janus Þór Valdimarsson
Janus Þór Valdimarsson.
Janus Þór Valdimarsson.
Mynd: Úr einkasafni
Wes Hoolahan - Hinn írski Messi.
Wes Hoolahan - Hinn írski Messi.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net mun hita vel upp fyrir keppni í ensku úrvalsdeildina sem hefst á laugardaginn. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Nýliðum Norwich er spáð næstneðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Janus Þór Valdimarsson styður Norwich og hann svaraði nokkrum spurningum fyrir tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Norwich af því að.... Pabbi minn hélt með Norwich og fékk þetta beint frá honum þegar ég var sex ára gamall. Maður fékk þetta bara beint í æð.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ég fór á Norwich - Coventry þegar Aron Einar spilaði með Coventry. Ég var í VIP stúku svo það var engin svaka stemning hjá mér en það var gaman að sjá þetta. Leikurinn fór 2-2 en Norwich var búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Ég ætla að fara aftur í haust og langar þá að sjá leik á móti stóru liði eins og Chelsea eða Manchester City. Það er bara erfitt að fá miða því að leikvangurinn er alltaf troðfullur. Allur peningur sem Norwich fær þessa dagana fer í að

Uppáhalds leikmaður í liðinu í dag? Wes Hoolahan. Síðustu ár hefur hann verið minn maður. Hinn írski Messi.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við?
Ég hef því miður alltaf viljað losna við Leeds manninn Bradley Johnson. Hann er óþarfur. Hann gerir alltaf svo heimskuleg mistök. Hann gerði samt gott mót í Championship svo ég gef honum séns núna.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
Murphy bræðurnir (Josh og Jacob), ef þeir fá eitthvað að koma inn á Fólk veit kannski af Nathan Redmond, hann er drullugóður.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Ég myndi velja John Terry í vörnina. Það þarf að laga þessa vörn.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann?
Ég var ekki ánægður þegar hann var ráðinn. Ég vissi ekkert um hann og þetta var bara einhver unglingur í Skotlandi. Hann afsannaði það og ég er mjög ánægður með það sem hann hefur gert. Hann spilar sóknarbolta og það er það sem maður vill sjá.

Litríkir búningarnir hjá Norwich hafa oft vakið athygli. Hver er þín skoðun á þeim? Þeir eru æðislegir. Gult og grænt, maður þekkir ekkert annað. Þegar ég var að æfa sjálfur var ég alltaf í gula og græna Norwich búningnum og maður sást alveg.

Er Norwich liðið betra núna en síðast þegar það var í ensku úrvalsdeildinni?
Það er ekki betra finnst mér en það er reynslumeira. Þeir þekkja það að spila í úrvalsdeildinni og það eru margir í hópnum sem spiluðu síðast í úrvalsdeildinni. Ég vona að það gangi betur núna.

Í hvaða sæti mun Norwich enda á tímabilinu? 15. sæti. Mér finnst leiðinlegt að þeir séu ekki að keppa við lið eins og Bournemouth og Crystal Palace um að kaupa nöfn. Norwich kaupir bara Skota og Íra og það fer í taugarnar á mér en ég vona að þeir haldi sér uppi.
Athugasemdir
banner