Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 06. mars 2015 18:00
Elvar Geir Magnússon
Sebastian Rode: Verður ekki léttur leikur
Sebastian Rode.
Sebastian Rode.
Mynd: Getty Images
Flestir búast við mjög sannfærandi sigri Bayern München á morgun þegar liðið heimsækir Hannover. Sebastian Rode, miðjumaður Bayern, segir þó ekkert gefins og að Bæjarar búi sig undir erfiðan leik.

SkjárSport sýnir leikinn í beinni 14:30 á morgun laugardag

Hannover hefur ekki unnið mótsleik á árinu og hrapað niður í 11. sæti á meðan Bæjarar eru með fjóra sigurleiki í röð þar sem þeir hafa skorað alls 20 mörk. Á pappírnum lítur þetta út sem auðvelt verkefni.

„Þetta verður erfitt. Þeim hefur gengið illa að undanförnu en hafa nóg af gæðum í sínum herbúðum. Við verðum að halda einbeitingu og gefa allt í þetta. Pep Guardiola sér til þess að við búum okkur mjög vel undir hvern leik. Hann fer yfir allt og svo förum við á æfingavöllinn og vinnum í þessu," segir Rode.

Bayern er með átta stiga forystu í deildinni en liðið hefur ekki náð að hrista Wolfsburg almennilega frá sér. Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Bayern hampi titlinum í lokin og það er stíft leikjaprógramm framundan.

Philipp Lahm verður ekki með Bayern vegna ökklameiðsla og Thiago Alcantara (hné) Mehdi Benatia (mjöðm) eru einnig á meiðslalistanum.

Bayern vann 4-0 sigur þegar liðin mættust í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner