Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   lau 08. júní 2024 10:00
Hafliði Breiðfjörð
London
Heimild: Daily Mail 
Jón Dagur lenti á ökkla Stones sem yfirgaf Wembley með sjúkrateyminu
Icelandair
Stones liggur meiddur á vellinum.
Stones liggur meiddur á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Englands og Íslands á Wembley í gær var rétt byrjaður þegar Jón Dagur Þorsteinsson lenti á ökkla John Stones sem lá meiddur eftir.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Ekki var um tæklingu að ræða heldur féll Jón Dagur á hann þegar hann fékk byltu eins og sést á myndunum að neðan.

Vegna meiðslanna þurfti Stones að fara af velli í hálfleik í gær og þegar hann yfirgaf leikvanginn eftir leik var hann í fylgt sjúkrateymis enska landsliðsins.

Það er ljóst að það verður kapphlaup um tímann að ná sér fyrir EM sem byrjar í lok næstu viku en Gareth Southgate þjálfari enska liðsins var vongóður eftir leik.

„Við höldum að hann verði líklega í lagi. Við vildum ekki taka áhættu með hann," sagði þjalfarinn eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner